Á árinu verða ýmsar mikilvægar breytingar á stjórnskipun og stofnanakerfi ESB. Eftir kosningar til ESB-þingsins í maí og breytingar á framkvæmdastjórn ESB haustið 2014 er ætlunin að valdahlutföll endurspegli betur en nú er völd og áhrif aðildarþjóða ESB. Þá tekur Lissabon-sáttmálinn (innleiddur 2009) að fullu gildi á þessu ári.
Augljósasta breytingin snertir vægi atkvæða í ráðherraráði ESB. Í stað þess að mál skuli afgreidd einum rómi koma til framkvæmda reglur um aukinn meirihluta, ríki hafa aðeins neitunarvald þegar mál tengd þjóðaröryggi eru á dagskrá. Þá breytast einnig valdahlutföll milli stofnana ESB og innan þeirra.
Gildandi atkvæðagreiðslureglur í ráðherraráðinu, reistar á Nice-sáttmálanumfrá 2001, verða notaðar fram í nóvember 2014 þegar ný framkvæmdastjórn ESB hefur hafið störf. Þessar reglur eru ákaflega flóknar og þungar í framkvæmd. Þótt þær hafi verið við lýði í um áratug er sagt að enginn utan ráðherraráðsins skilji þær. Í reglunum eru þrjár hindranir ef lagarfrumvarp er borið þar undir atkvæði, það verðu að njóta stuðnings 74% atkvæða aðildarríkjanna, 62% íbúa innan ESB og meirihluta aðildarríkjanna – sé þessum þremur skilyrðum fullnægt hlýtur frumvarpið samþykki.
Vegna þess hve erfitt var að afla nægilega mikils fylgis við umdeild mál leiddi barátta fyrir þeim til mikils baktjaldamakks og hrossakaupa milli ríkja. Frá og með nóvember 2014 breytist þetta kerfi á þann veg að um tvö skilyrði verður að ræða: að mál njóti stuðnings 65% íbúa ESB-ríkja og 55% af fjölda aðildarríkja. Til að koma í veg fyrir að þrjú stærstu ríkin: Þýskaland, Frakkland og Bretland geti sameiginlega brugðið fæti fyrir öll frumvörp er mælt fyrir um að minnst fjögur ríki þurfi til að stöðva framgang máls.
Eftir ESB-þingkosningarnar í maí eykst vald þingsins. Ætlunin er að oddvitar þingflokka séu jafnframt frambjóðendur þeirra til forseta í framkvæmdastjórn ESB. Það er þó ekki sjálfgefið því að Angela Merkel Þýskalandskanslari vill að ákvörðun um það embætti eins og öll önnur meiriháttar embætti sé í höndum leiðtogaráðs ESB. Á þessu ári verður auk æðstu embætta ESB einnig valið í stöðu framkvæmdastjóra NATO.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.