Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Hollendingar mundu hagnast um milljarða evra með úrsögn úr ESB - ný úttektarskýrsla birt - Wilders berst fyrir úrsögn, flokkur hans stærstur


6. febrúar 2014 klukkan 20:35

Gert Wilders, formaður Frelsisflokksins í Hollandi, kynnti fimmtudaginn 6. febrúar úttekt sem berska hugveitan Capital Economics vann að frumkvæði flokks um fjárhagslegan hag Hollendinga af ESB-aðild. Þar kemur fram að verg landsframleiðsla á mann (VLF) í Hollandi mun aukast um 10.000 evrur á mann á næstu tveimur áratugum segðu Hollendingar sig úr ESB. VLF í Hollandi er nú 35.000 evrur á mann. Wilders kynnti einnig stefnu sína undir heitinu NExit, það er Holland úr ESB.

„Ég get ekki skýrt fyrir neinum kjósanda í Hollandi að við verðum að hækka skatta og minnka til dæmis heilbrigðisþjónustu við aldraða en senda milljarða evra til Suður-Evrópu eða greiða alls konar gjöld til Brussle,“ sagði Wilders á blaðamannafundi fyrir framan hollenska þinghúsið.

Skoðanakönnun sem birt var í síðustu viku sýnir að næstum jafnmargir hollenskir kjósendur ætla að leggja Frelsisflokki Wilders lið eins og báðum stjórnarflokkunum samanlagt yrði gengið til þingkosninga núna. Þær verða ekki fyrr en 2017 nema þing verði rofið hins vegar verður gengið til kosninga til ESB-þingsins í maí 2014. Wilders vonar að flokkur sinn fái mest fylgi þeim kosningum.

Í úttekt Capital Economics kemur fram að efnahagur Hollendinga mundi batna við að þurfa ekki að leggja fram fé til fjárlaga ESB. Þegar litið er til framlaga miðað við höfðatölu greiða Hollendingar einna mest til ESB.

Þá kemur fram í úttektinni að eftir úrsögn úr ESB geti hollenski seðlabankinn lagað peningastefnuna betur að hagsmunum Hollendinga sjálfra.

Í úttekt Capital Economics segir að svissneski kosturinn (tvíhliða samningar) eða norski kosturinn (EES-aðild) séu færir fyrir Hollendinga.

Wilders sagði að í skýrslunni væri að finna „bestu fréttir sem Hollendingar hafa fengið í mörg ár“.

Í úttektarskýrslunni segir:

„Ákvörðun um að hverfa úr ESB snýst fyrst og síðast um félagsmál, menningarmál og stjórnmál. Hún hlýtur að lúta að fullveldi þjóðar, ríkisborgararétti og frelsi til eigin ákvarðana.

Á hinn bóginn er einnig rík ástæða til að ætla að þjóð, laus undan skrifræðinu í Brussel og frjáls til að taka eigin ákvarðanir í stað þess að verða sett í sama mót og aðrir, njóti þess einnig efnahagslega.“

Jafnvel þótt Hollendingum tækist ekki að ná samningum eins og Svisslendingar eða Norðmenn sem eigi aðild að innri markaði ESB en ekki í ESB yrði „efnahagslega betra fyrir þá að standa utan ESB en vera innan sambandsins,“ segir í skýrslunni.

„Andstætt því sem boðað er með hræðsluáróðrinum mun hagkerfi okkar ekki lamast. Við mundum þvert á móti hagnast um milljarða miðað við stöðuna núna,“ sagði Wilders.

Nýleg könnun á vegum Maurice de Hond sýnir að 55% Hollendinga segjast styðja úrsögn úr ESB sé unnt að sýna fram á að hún bæti efnahag þeirra og fjölgi störfum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS