Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að farið verði yfir öll tengsl við Sviss eftir að 50,3% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 9. febrúar ákváðu að tekið skyldi fyrir frjálsa för ESB-borgara til Sviss og þeir fengju þar aðeins atvinnuleyfi miðað við stöðu efnahagsmála í Sviss. Undanfarið hafa um 80.000 innflytjendur komið árlega til Sviss þegar samið var við ESB var talið að þeir yrðu 8.000 á ári.
Samskipti ESB og Sviss eru reist á tvíhliða samningum um aðild Svisslendinga að innri markaði ESB og eru samningarnir hátt í 200. Framkvæmdastjórn ESB hefur árum saman haft horn í síðu þessara samninga og segir framkvæmd þeirra krefjast of mikillar skriffinnsku og eftirlits. Hafa talsmenn ESB hvatt svissnesku ríkisstjórnina til að huga að aðild að EES eða annarri leið til að einfalda þessi tengsl.
Eftir að Svisslendingar hafa með atkvæði sínu ákveðið að segja sig frá einum þætti fjórfrelsisins sem mótar aðild að innri markaði ESB telur framkvæmdastjórn ESB að öllum samningum um aðild að innri markaðnum sé stefnt í voða.
„ESB mun kanna áhrif þessarar niðurstöðu á heildarsamskipti ESB og Sviss,“ sagði í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar mánudaginn 10. janúar.
Þjóðverjar eru helsta viðskiptaþjóð Svisslendinga og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar mundi „skapa fjölmörg vandamál á mörgum sviðum“. Hann sagði úrslitin einnig viðvörun fyrir alla í Evrópu um ótta margra við hnattvæðinguna.
Didier Burkhalter, utanríkisráðherra Sviss, boðaði að hann ætlaði að ferðast til höfuðborga ESB-ríkja, skýra stöðuna og leita leiða til að leysa úr ágreiningi. Fyrst færi hann til Berlínar. Ráðherrann segir að farið verði að vilja þjóðarinnar í þessu máli. Ríkisstjórn Sviss og stór hópur forystumanna í efnahags- og atvinnulífi landsins hafði beitt sér gegn tillögunni sem hlaut samþykki almennings. Burkhalter sagði að heilbrigðir stjórnarhættir í Sviss neyddu ekki almenning til að fara að vilja stjórnvalda.
Íbúar í frönsku mælandi hluta Sviss og fjölmennustu borgum landsins greiddu atkvæði gegn tillögunni en hún naut stuðnings meirihluta manna í þeim hlutum landsins þar sem menn tala þýsku og ítölsku, fylgið við tillöguna var mest í hinum dreifðu byggðum Sviss.
Í borgunum Zürich, Basel Bern og Luzern létu þeir sem urðu undir í atkvæðagreiðslunni í ljós vonbrigði sín að kvöldi sunnudagsins 9. febrúar með því að mótmæla úrslitunum á götum úti. Í Bern hrópuðu mótmælendur: „Við skömmumst okkar!“
Núgildandi reglur um frjálsa för gilda þar til nýjum hefur verið hrundið í framkvæmd og hefur ríkisstjórnin þrjú ár til að leita eftir samningum við ESB um breytingar á tvíhliða samningi aðilanna frá 2007 sem opnaði nær öllum ESB-borgurum leið inn á svissneskan vinnumarkað.
Það var Svissneski þjóðarflokkurinn (SVP) sem beitti sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni. Að henni lokinn sagði Christoph Blocher, fyrrverandi leiðtogi flokksins: „Þjóðin hefur að nýju fengið í sínar hendur valdið í innflytjendamálum.“ Blocher var á sínum tíma dómsmálaráðherra Sviss og kom meðal annars að innleiðingu aðildar Sviss að Schengen-samstarfinu. Honum var ýtt til hliða en er enn einn helsti hugmyndaleiðtogi flokksins.
Það búa um ein milljón ESB-borgara í Sviss en um 430.000 Svisslendingar búa í ESB-ríkjunum. Flestir ESB-borgara í Sviss koma frá Þýskalandi, Ítali og Frakklandi auk Portúgals. Nú ber svissneskum stjórnvöldum að setja kvóta um fjölda atvinnuleyfa fyrir útlendinga.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.