Þriðjudagurinn 28. júní 2022

Bandaríkin: Skipan fávíss fjársafnara í sendiherraembætti í Osló vekur hneykslan


10. febrúar 2014 klukkan 20:43

Í Bandaríkjunum tíðkast að forsetinn verðlauni þá sem leggja verulega mikið af mörkum til kosningabaráttu hans með því að skipa þá sendiherra. Skiptar skoðanir eru um hve mikið gagn þeir gera í þágu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Frá því hefur verið sagt hér á Evrópuvaktinni að George Tsunis, fjársafnari fyrir Barack Obama, fékk sendiherraembætti í Noregi að launum. Tsunis þótti standa sig ákaflega illa þegar hann sat fyrir svörum í utanríkismálanefnds öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hann vissi ekki hvaða flokkar sitja í norsku ríkisstjórninni og taldi Noreg lýðveldi en ekki konungsríki.

Henry Barkey, fyrrv. starfsmanni í utanríkisþjónustunni, núverandi prófessor í alþjóðasamskiptum við Lehigh-háskóla, blöskraði svo framganga Tsunis að hann skrifaði grein í The Washington Post þar sem hann sagði: „Obama forseti gerir Norðmönnum, sjálfum sér og umfram allt annað bandarísku þjóðinni óleik með því að senda svo vanhæfan mann til að verða fulltrúi sinn í höfuðborg gamals bandamanns í NATO.“ Hann sagði að um væri að ræða „þriggja ára skemmtireisu á kostnað skattgreiðenda til að skoða [norsku] firðina“.

Í The Washington Post mánudaginn 10. febrúar segir að Geroge Tsunis sé ekki einn á báti: nú eru 23 sendiherrar eða tilnefndir sendiherrar skipaðir á pólitískum forsendum vegna þess hve miklu fé þeir söfnuðu. Til að sýna hve marga sendiherra er um að ræða gerði stofnunin Slate and the Center for Public Integrity kort sem hér er birt. Fjársafnarar í þágu Obama síðan 2007 eru 23 (grænir) og hafa þeir safnað 16,1 milljón dollara síðan 2007. Þá eru þarna aðrir sendiherrar sem hafa hlotið pólitíska skipun (rauðir) og þeir sem eru atvinnumenn í utanríkisþjónustunni sjást einnig (bláir).

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS