Óvíst að hægt yrði setja hömlur á framsal aflaheimilda til annarra en Íslendinga
Morgunblaðið segir í morgun frá helztu atriðum í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu viðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun þess, en skýrslan var til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna í gærkvöldi og verður rædd á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi. Í kjölfar þess verður hún lögð fram á Alþingi.
Helztu atriði skýrslunnar skv. fréttum Morgunblaðsins eru þessi:
Það er meginkrafa Evróðusambandsins að umsóknarríki gangi að öllu regluverki ESB óbreyttu.
„Það á auðvitað alveg sérstaklega við um málaflokka þar sem tekin hefur verið upp sameiginleg stefna og sambandið fer að verulegu leyti eitt með vald eins og í landbúnaðar- og fiskveiðimálum...Frá þessu er í grundvallaratriðum aðeins veittar tímabundnar undanþágur. Þær eru einkum hugsaðar sem aðlögunartími fyrir aðildarríki til að laga sig að breyttum aðstæðum...“,segir í skýrslunni skv. frásögn Morgunblaðsins.
Hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðarmála.
Ólíklegt er að hægt sé að sækja um varanlega undanþágu á takmörkunum á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum en hugsanlega mætti fá tímabundnar undanþágur.
Óvíst er að hægt yrði að setja hömlur á framsal aflaheimilda til annarra en Íslendinga og íslenzkra fyrirtækja.
Samningaumboð við lönd utan ESB um veiði úr deili- eða flökkustofnum er í höndum ESB en ekki einstakra ríkja.
„...ljóst að ekki væri hægt að fá undanþágu frá ákvæðinu um að heildarafli í helztu veiðum skuli ákvarðaður formlega á vettvangi Evrópusambandsins, þrátt fyrir að lögsaga Íslands yrði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði.“
Nánast öruggt að Ísland geti ekki samið sig frá algjöru banni við hvalveiðum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.