Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Viviane Reding boðar Bandaríki Evrópu án Breta - segir mikið hafa áunnist á samrunaleiðinni í kreppunni


18. febrúar 2014 klukkan 12:04
Viviane Reding

Viviane Reding, varaforseti framkvæmdastjórnar og dómsmálastjóri ESB, flutti svonefndan Mackenzie Stuart fyrirlestur við lagadeild Cambridge-háskóla í Bretlandi mánudaginn 17. febrúar. Mackenzie Stuart var fyrsti Bretinn sem varð forseti ESB-dómstólsins. Í fyrirlestri sínum fjallaði Reding um spurninguna hvort óhjákvæmilegt væri að Bretar fjarlægðust ESB. Hún taldi svo ekki vera að auki væri aðild Breta að ESB til þess fallin að skapa meiri breidd en ella innan ESB vegna andstöðu þeirra við að mikið vald væri í höndum framkvæmdastjórnar ESB eða annarra stofnana ESB.

Í ræðu sinni fjallaði Reding um þróunina á evrus-svæðinu undanfarin ár og sagði:

„Á sama tíma og Bretland rekur frá ESB hefur samrunaþróunin tekið stökk á evru-svæðinu. Þessi samruni hefur verið einstakur. Kreppan sýndi á grimmilegan hátt hve ófullkomnir og óviðunandi stjórnarhættir ríktu á evru-svæðinu fyrir kreppuna.

Afleiðingin hefur orðið sú að efnahags- og fjármálastefna hefur verið samhæfð á mun öflugri hátt en áður undir stýringu á ESB-stigi. Markmiðið er að greina vandamálin tímanlega og koma í veg fyrir að þau breiðist frá einu landi til annars. Framkvæmdastjórn ESB er meira að segja núna ábyrg fyrir greiningu á fjárlagaáætlunum evru-ríkjanna áður en þjóðþingin koma að málinu – þetta hefði verið óhugsandi fyrir aðeins fáeinum árum.

Meiri samruni snertir ekki aðeins ríkisfjármálastefnuna hann nær til fleiri þátta. Þar gegnir European Semester lykilhlutverki, árleg hringferð til að samræma efnahagsstefnuna. Aðildarríkin semja áætlanir um efnahaglegar og kerfislægar breytingar sem ætlað er að auka samkeppnishæfni og stuðla að hagvexti og fjölgun starfa. Framkvæmdastjórnin greinir síðan þessar áætlanir og sendir frá sér ítarleg ráð um hvað gera skuli næstu 12 til 18 mánuði. Hér er um víðtæka ráðgjöf að ræða, hún nær til dæmis til skattamála og lífeyrismála, opinberrar stjórnsýslu og vinnumarkaðarins. Nefna má tillögur til umbóta í rekstri fyrirtækja eða að auðvelda mönnum að stofna fyrirtæki. Þótt hér sé aðeins um ráðgjöf að ræða leiðir þetta til markverðar samræmingar.

Jafnframt hafa verið tekin stór stökk á sviði fjármálastarfsemi. Unnið er að því að koma á Bankasambandi til að skapa meiri stöðugleika í rekstri banka og til að tryggja að þeir sýni ábyrgð við lánveitingar til fyrirtækja og almennings. Við höfum þegar stofnað til embættis miðlægs eftirlitsaðila. Honum til stuðnings verður á næstunni til sameiginlegt kerfi til að endurskipuleggja og gera upp gjaldþrota fjármálastofnanir og kemur þar við sögu sameiginlegur sjóður á ESB-stigi sem nota á í slíkum tilvikum. Hér á hið sama við og áður, fyrir nokkrum árum hefði enginn getað ímyndað sér að aðildarríkin yrðu fús til að afsala sér svo miklu af fullveldi sínu á svo viðkvæmu sviði. Við höfum hins vegar dregið okkar lærdóm af kreppunni og smíðað nauðsynleg tæki til að standa ekki frammi fyrir sama vanda í framtíðinni. […]

Allar hafa þessar umbætur alvarleg áhrif á innri markað ESB. Áður fyrr þróuðust innri markaðurinn og sameiginlega myntin hlið við hlið, kreppan leiddi hins vegar í ljós hve tengslin milli þessara tveggja meginþátta eru mikil. Lokamarkið evru-ríkjanna er að tryggja stöðugleika evrunnar. Þau skoða hinar nýju reglur og skipulag fyrst og fremst með það markmið í huga. Þótt ESB-ríki sem ekki nota evru hafi einnig augljósan hag af stöðugleika í myntsamstarfinu eru meginhagsmunir þeirra aðrir – til dæmi í varðstöðu um innri markað 28 aðildarríkjanna og hindrunalausan aðgang að honum.

Þetta veldur mikilli spennu. Líklegt er að þessi spenna vaxi eftir því sem samruninn verður öflugri á evru-svæðinu. Okkur hefur miðað langt en djarfari skref verður að stíga. Umræðunni um framtíð ESB er að sjálfsögðu ekki lokið og fyrir því eru sterk rök að myndað verði sannkallað ríkisfjármála- og að lokum stjórnmálasamband. Að mínu áliti á evru-svæðið að breytast í Bandaríki Evrópu. Ég er sömu skoðunar og Winston Churchill um að Bretland verði ekki aðili að þeim en Bretar eiga að vera nánir bandamenn við sambandsríki evru-þjóða, eiga áfram aðild að sameiginlegum markaði með þeim, fylgja sömu stefnu í viðskiptum og vonandi einnig í öryggismálum.“

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS