Í nýjasta hefti vikublaðsins The Economist, 1. mars 2014, er sex blaðsíðna ritgerð um vandann sem steðjar að lýðræði og leiðir til að blása nýju lífi í það. Þar segir meðal annars:
„Skilin á milli þess að gera að gamni sínu og hefja mótmælabaráttu eru á hröðu undanhaldi. Árið 2010 kom Besti flokkurinn til sögunnar á Íslandi undir þeim merkjum að þar mundu menn stunda spillingu fyrir opnum tjöldum, flokkurinn fékk nógu mörg atkvæði til að mynda með öðrum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Árið 2013 gerðist það síðan á Ítalíu að um fjórðungur kjósenda studdi flokk sem grínistinn Beppe Grillo stofnaði. Öll þessi vinsæla kaldhæðni vegna stjórnmála gæti verið til marks um heilbrigða stjórnarhætti ef fólk gerði litlar kröfur til ríkisstjórna sinna, það heldur hins vegar áfram að gera miklar kröfur. Niðurstaðan kann að birtast í eitraðri og valtri blöndu: annars vegar er fólk háð stjórnvöldum og hins vegar hefur það andúð á þeim. Vegna þess hve margir eru háðir stjórnvöldum verða þau sífellt umsvifameiri og standa að lokum ekki undir kröfunum, andúðin sviptir þau lögmætinu. Brotalöm í lýðræðiskerfinu á samleið með lýðræðislegri ringulreið.“
Í ritgerðinni er einnig vikið að lýðræði innan Evrópusambandinu. Um það segir :
„Ekki er heldur unnt að lýsa Evrópusambandinu sem fyrirmynd í umræðum um lýðræði. Ákvörðunin um upptöku evru á árinu 1999 var að mestu í höndum teknókrata, hún var aðeins borin undir þjóðaratkvæði í tveimur ríkjum, Danmörku og Svíþjóð (felld í báðum löndum). Hætt var við að leita samþykkis almennings vegna Lissabon-sáttmálans, sem festi Brusselvaldið í sessi, þegar fólk hóf að greiða atkvæði á rangan hátt. Þegar ástandið var verst í evru-kreppunni neyddi evru-elítan Ítali og Grikki til að víkja kjörnum fulltrúum til hliðar og kalla teknókrata til stjórnarforystu. ESB-þingið, misheppnaður tilraunavettvangur til að minnka lýðræðishalla innan ESB, er bæði hundsað og fyrirlitið. Evrópusambandið hefur orðið gróðrastía fyrir flokka lýðskrumara, eins og Frelsisflokk Geerts Wilders í Hollandi, Þjóðfylkingu Marine Le Pen í Frakklandi, flokka sem segjast verja hinn venjulega mann gegn hrokafullri og óhæfri elítu. Í Grikklandi lætur Gyllt dögun reyna á þanþol lýðræðis gagnvart flokkum að hætti nasista. Staðan er nú orðin þannig að verkefni [ESB] sem til var stofnað í því skyni að hefta evrópsku lýðskrums-ófreskjuna vekur hana í stað þess til lífsins.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.