Rússar hafa sent fjórar langdrægar sprengjuvélar af gerðinni Tu-95MS í 24 tíma eftirlitsflug á Norður-Íshafi sagði Viktor Bondarev, undirhershöfðingi í flugher Rússlands, við RIA Novosti-fréttastofuna föstudaginn 14. mars. Þá hafa rússneskir fallhlífarhermenn æft hertöku á eyju í Norður-Íshafi.
Bondarev sagði að flugvélarnar hefðu tekið á loft frá Ukrainka-flugstöðinni austast í Rússlandi síðla fimmtudags 13. mars og yrðu 12 tíma á flugi yfir Norður-Íshafi þar til þær fengju eldsneyti á lofti og héldu síðan áfram eftirliti í 12 til 14 tíma.
Undanfarið hafa rússnesk yfirvöld lagt á ráðin um aukið öryggi við norðurlandamæri Rússlands og á siglingaleiðunum undan strönd landsins þar.
Í febrúar 2014 kynntu yfirvöld í Moskvu að fyrir lok 2014 yrði komið á fót nýrri herstjórn vegna norðurslóða til að vernda rússneska hagsmuni á Norður-Íshafi.
Föstudaginn 14. mars var sagt frá því að daginn áður hefði 350 manna sveit rússneskra fallhlífarhermanna komið til jarðar á Nýju-Síberíueyjum á Norður-Íshafi. Hefði þetta verið liður í heræfingu. Það hefði tekið sveitina sem send var frá herstöð skammt frá Moskvu um eina klukkustund að „hertaka“ flugvöll og búa hann undir komu flutningavéla sem voru hlaðnar hermönnum, þungum hergögnum og birgðum.
Herdeild fallhlífarhermannanna hóf víðtækar æfingar með þátttöku um 4.000 manna, 36 flutningaflugvéla og ótilgreinds fjölda bryndreka þriðjudaginn 11. mars. Auk þess að láta að sér kveða á norðurslóðum voru hermenn deildarinnar sendir til Rostov, Tamboj, Belgorod og Kursk, héraða í nágrenni Úkraínu, „til að æfa bardagatækni og aðgerðahraða“ sagði rússneska varnarmálaráðuneytið.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.