Írski ESB-þingmaðurinn Pat the Cope Gallagher hvatti til þess í ræðu á ESB-þinginu að framkvæmdastjórn ESB gripi til refsiaðgerða gegn Íslendingum fyrir „ábyrgðarlausar veiðar“ á makríl í Norðaustur-Atlantshafi.
Þetta kom fram í ræðu sem Gallhager flutti á ESB-þinginu þegar hann kynnti samning milli ESB, Færeyja og ESB um skiptingu makrílkvótans næstu fimm ár sem gerður var miðvikudaginn 12. mars. Í frétt The Irish Times af samningnum segir að Íslendingar hafi neitað aðild að gerð hans og horfið frá viðræðunum.
Gallhager fagnaði samningnum í nafni írska sjávarútvegsins en veiðiheimildir írskra skipa aukast úr 57.000 tonnum árið 2013 í 105.000 tonn árið 2014. Hann gagnrýndi hins vegar Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, fyrir að hafa „valdið vonbrigðum“ með framgöngu sinni:
„Ég efast ekki um að hefði hún beitt refsingum gegn Íslendingum á síðasta ári værum við ekki nú í þeim sporum að Íslendingar neiti enn einu að eiga samstarf við aðrar strandþjóðir.[…]
Íslendingar og Færeyingar báru áður ábyrgð á ofveiði á kolmunna á Norðaustur-Atlantshafi sem leiddi til hruns stofnsins. Sagan af kolmunnanum sýnir hvað getur gerst ef ekkert er aðhafst.“
Janusz Lewandowski, fjárlagastjóri ESB, sagðist sammála því að höfnun Íslendinga á að rita undir samninginn ylli „vonbrigðum“ og hann mundi taka mið af óskum ESB-þingmanna um refsingar.
Isabella Lovin, ESB-þingmaður frá Svíþjóð, sagði að þjóðir yrðu að standa saman til að snúast gegn áhrifum loftslagsbreytinganna. „Breytingar á loftslaginu eru augljósar og makrílstríðið er fyrsta raunverulega dæmið um auðlindaárekstur sem eiga eftir að aukast þegar fram líða stundir,“ sagði hún.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.