Sunnudagurinn 18. ágúst 2019

Frakkland: Hćgrimenn vinna góđan sigur í sveitar­stjórnakosningum - sósíalistar í sárum - búist viđ breytingum á ríkis­stjórn


30. mars 2014 klukkan 19:16
Jean-François Copé, formaður UMP, fagnar sigri flokks síns.

Miđ-hćgrimenn í Frakklandi og flokkur ţeirra UMP unnu góđan sigur í sveitarstjórnakosningum sunnudaginn 30. mars. Taliđ er líklegt ađ François Hollande Frakklandsforseti bregđist viđ ósigri sósíalista međ breytingum á ríkisstjórn landsins. Ţjóđfylkingin sem leggur áherslu á andstöđu viđ ESB og evruna jók fylgi sitt verulega og hefur flokkurinn eignast borgarstjóra í ađ minnsta kosti átta bćjum.

Forráđamenn UMP telja ađ úrslit kosninganna séu alvarlegur áfellisdómur yfir Hollande og sýni vanţóknun ţjóđarinnar á afleiđingum stjórnarhátta hans ţar sem aukiđ atvinnuleysi ber hćst.

Kosningaţátta var um 62% sem ţykir lágt á franskan mćlikvarđa.

Međal ţeirra borga ţar sem UMP hefur náđ af sósíalistum nefna tvćr borgir međ meira ein 100.00 íbúa: Toulouse, Reims, Caen og Saint-Etienne. Ţá vann UMP Limoges, sem vinstrimenn hafa stjórnađ síđan 1912. Sósíalistar unnu Avignon af UMP. Ţar fékk frambjóđandi Ţjóđfylkingarinnar flest atkvćđi í fyrr umferđ kosninganna. Forstjóri heimsfrćgrar listahátíđar borgarinnar sagđist mundu flytja hana annađ ef Ţjóđfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórninni. Avignon og Douai eru einu borgirnar ţar sem meirihluti hefur sveiflast til sósíalista. Grćningjar unnu sigur á sósíalistum í Grenoble.

UMP tókst ekki ađ vinna borgirnar París, Strassborg, Metz, Lille og Dijon af sósíalistum. Anne Hidalgo sigrađi UMP-frambjóđandann Nathalie Kosciusko-Morizet í París. Hefur kona nú í fyrsta sinn náđ kjöri sem borgarstjóri Parísar.

Jean-François Copé, formađur UMP, lýsir flokki sínum sem „hinum fremsta“ í Frakklandi, Hann hafi náđ ţví markmiđi sínu ađ hafa meirihluta í meiri en helmingi bćja međ yfir 9.000 íbúa. Hćgrimenn fagna nú mesta sigri sínum í sveitarstjórnakosningum síđan 2002 og segjast ţeir nú verđa sterkasta stjórnmálaafliđ á sveitarstjórnastiginu.

Verđi breyting á frönsku ríkisstjórninni er taliđ líklegt ađ Manuel Valls innanríkisráđherra taki viđ sem forsćtisráđherra af Jean-Marc Ayrault. Ţá hefur Laurent Fabius utanríkisráđherra einnig verđur nefndur sem forsćtisráđherra.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS