Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Norðurpóllinn: Rússneskir fallhlífarhermenn lenda í fyrsta sinn á ís Norður-Íshafs - æfa leit og björgun


10. apríl 2014 klukkan 11:52

Rússneskir fallhlífarhermenn hafa lent við Norðurpólinn. Er þetta í fyrsta sinn í sögu Rússlands sem fallhlífarhermenn hafa lent á rekís á Norður-Íshafi. Atburðurinn gerðist þriðjudaginn 8. apríl þegar rúmlega 90 fallhlífarhermenn úr 98. fallhlífarherdeildinni í Ivanovo stukku úr Iljúsín I1-76 í 70 gráðu frosti niður að Barneo-hafísrannsóknarstöðinni skammt frá Norðurpólnum.

Hermennirnir hafa komið sér fyrir í bækistöð sem þeir hafa reist við Barneo-stöðina og munu stunda þaðan æfingar við hinar erfiðu heimskautsaðstæður. Nú er um 30 stiga frost á jörðu við Barneo. Úr flugvélinni var kastað búnaði og birgðum fyrir hermennina.

Jevgeníj Meshkov undir-ofursti sagði við rússnesku ITAR-TASS-fréttastofuna:

„Með því að láta hermennina svífa til jarðar við Norðurpólinn reyndum við enn á herafla okkar við hinar verstu veðurfarsaðstæður. Hermennirnir eiga að stunda björgunaræfingar, leit að ímynduðum, slösuðum pólförum og áhöfn flugvélar og sjá til þess að koma þeim heilum heim.“

Flugvélin með hermennina hóf sig til flugs frá Olenja-herflugvellinum í Olenegorsk á Kóla-skaganum. Þar hafði liðið verið við æfingar áður en flogið var með út á hafísinn.

Til þessarar aðgerðar í tengslum við Barneo kemur aðeins þremur vikum eftir að 350 rússneskir fallhlífarhermenn úr 98. fallhlífarherdeildinni stukku til jarðar á hinum norðlægu Nýju-Síberíu-eyjum.

Ísrannsóknastöðin Barneo kemur til sögunnar á hverju vori á 89°N – 100 km frá Norðurpólnum. Hún er starfrækt í um það bil einn mánuð og þangað koma vísindamenn og ferðamenn víðsvegar að úr heiminum.

Heimild. BarentsObserver

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS