Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Breski flugherinn vill drón til eftirlitsstarfa á höfunum við Bretlandseyjar - unnið að þróun með Bandaríkjamönnum


14. apríl 2014 klukkan 13:53

Varnarmálaráðuneyti Bretlands kannar kosti þess að festa kaup á risa-drónum til að halda uppi eftirliti við strendur Bretlands. Fjarstýrðu loftförin kæmu í stað Nimrod-eftirlitsvélanna sem hverfa úr sögunni. Nimrod-þoturnar eru langdrægar og geta tekið þátt í leit og björgun í nágrenni við Ísland.

Drón af Triton-gerð getur farið í allt að 20 km hæð og verið meira en 24 stundir á lofti.

Í The Sunday Telegraph 13. apríl segir að sérþjálfaðir menn á vegum breska varnarmálaráðuneytisins fari til tveggja mánaða æfinga í Bandaríkjunum næsta sumar og muni mennirnir æfa stjórn á Triton-eftirlitsdróni sem hafi sama vænghaf og lítil flugvél og getur flogið í allt að 20 km hæð og verið rúman sólarhring á lofti í einu flugi.

Breska ríkisstjórnin tekur árið 2015 ákvörðun um hvernig fylla beri skarðið eftir Nimrod-þoturnar. Yfirmenn í breska hernum telja óviðunandi að ekki séu gerðar ráðstafanir til mótvægis við ákvörðun ríkisstjórnar Davids Camerons um að leggja Nimrod- eftirlitsþotunum. Brotthvarf vélanna svipti herinn lykilbúnaði til að vernda hafsvæði og skip við Bretlandseyjar. Þá sé óviðunandi eiga allt undir eftirlitsvélum frá Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Frakklandi.

Í The Sunday Telegraph segir að án eftirlitsflugvéla stæðu bresk stjórnvalda ráðþrota til dæmis ef grípa þyrfti til leitar á borð við þá sem staðið hefur vegna hvarfs á flugvélinni MH 370 frá Malasíu. Breski flugherinn mæli með því við ríkisstjórnina að keypt verði drón og auk þess hefðbundnar eftirlitsflugvélar til að fylla í Nimrod-skarðið.

Bandaríski sjóherinn hefur fest kaup á 68 Northrop Grumman MQ-4C Triton drónum og er nýlokið við tilraunaflug þeirra. Í drónunum eru tæki sem gera kleift að fylgjast með því sem gerist hringinn í kringum þau og unnt er að senda þau í 2000 sjómílna leiðangur. Bandaríski flotinn tekur Triton-drónin í notkun eftir þrjú ár.

Bandaríkjamenn hyggjast nota drón við hlið Boeing P-8 Poseidon eftirlitsvélum á hafi úti og Bretar hafa einnig sent menn til þjálfunar í vélum af þessari gerð. Varnarmálaráðherra Breta heimsótti nýlega Jacksonville í Flórída þar sem P-8 vélar hafa bækistöð og segja heimildarmenn að hann hafi kunnað að meta hæfni þeirra.

Frá því undir lok sjöunda áratugarins hafa Nimrod-þotur verði þungamiðjan í eftirlitsflugflota breska flughersins. Ákveðið var að leggja þeim árið 2010.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS