Varnarmálaráðuneyti Bretlands kannar kosti þess að festa kaup á risa-drónum til að halda uppi eftirliti við strendur Bretlands. Fjarstýrðu loftförin kæmu í stað Nimrod-eftirlitsvélanna sem hverfa úr sögunni. Nimrod-þoturnar eru langdrægar og geta tekið þátt í leit og björgun í nágrenni við Ísland.
Í The Sunday Telegraph 13. apríl segir að sérþjálfaðir menn á vegum breska varnarmálaráðuneytisins fari til tveggja mánaða æfinga í Bandaríkjunum næsta sumar og muni mennirnir æfa stjórn á Triton-eftirlitsdróni sem hafi sama vænghaf og lítil flugvél og getur flogið í allt að 20 km hæð og verið rúman sólarhring á lofti í einu flugi.
Breska ríkisstjórnin tekur árið 2015 ákvörðun um hvernig fylla beri skarðið eftir Nimrod-þoturnar. Yfirmenn í breska hernum telja óviðunandi að ekki séu gerðar ráðstafanir til mótvægis við ákvörðun ríkisstjórnar Davids Camerons um að leggja Nimrod- eftirlitsþotunum. Brotthvarf vélanna svipti herinn lykilbúnaði til að vernda hafsvæði og skip við Bretlandseyjar. Þá sé óviðunandi eiga allt undir eftirlitsvélum frá Bandaríkjunum, Kanada, Noregi og Frakklandi.
Í The Sunday Telegraph segir að án eftirlitsflugvéla stæðu bresk stjórnvalda ráðþrota til dæmis ef grípa þyrfti til leitar á borð við þá sem staðið hefur vegna hvarfs á flugvélinni MH 370 frá Malasíu. Breski flugherinn mæli með því við ríkisstjórnina að keypt verði drón og auk þess hefðbundnar eftirlitsflugvélar til að fylla í Nimrod-skarðið.
Bandaríski sjóherinn hefur fest kaup á 68 Northrop Grumman MQ-4C Triton drónum og er nýlokið við tilraunaflug þeirra. Í drónunum eru tæki sem gera kleift að fylgjast með því sem gerist hringinn í kringum þau og unnt er að senda þau í 2000 sjómílna leiðangur. Bandaríski flotinn tekur Triton-drónin í notkun eftir þrjú ár.
Bandaríkjamenn hyggjast nota drón við hlið Boeing P-8 Poseidon eftirlitsvélum á hafi úti og Bretar hafa einnig sent menn til þjálfunar í vélum af þessari gerð. Varnarmálaráðherra Breta heimsótti nýlega Jacksonville í Flórída þar sem P-8 vélar hafa bækistöð og segja heimildarmenn að hann hafi kunnað að meta hæfni þeirra.
Frá því undir lok sjöunda áratugarins hafa Nimrod-þotur verði þungamiðjan í eftirlitsflugflota breska flughersins. Ákveðið var að leggja þeim árið 2010.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.