Aðskilnaðarsinnar hlynntir Rússum hafa haft úrslitaskilmála stjórnvalda í Úkraínu að engu og látið hjá líða að yfirgefa opinberar byggingar í austurhluta landsins. Starfandi forseti landsins hefur gefið til kynna að hann sé ekki algjörlega andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan stjórnarhátta í Úkraínu, hvort ríkið verði sambandsríki eða haldi óbreyttri stjórnskipan.
Nokkrir tugir Rússavina réðust á lögreglustöð í borginni Horlivka mánudaginn 14. apríl. Þeir köstuðu grjóti að húsinu og brutu glugga. Þykkur hvítur reykur reis úr anddyri byggingarinnar og aðskilnaðarsinnar drógu rússneska fána að húni á þaki hennar.
Ríkisstjórnin hafði gefið vopnuðum hústökumönnum, Rússavinum, frest til klukkan 09.00 að staðartíma 06.00 að íslenskum tíma að morgni mánudags14. apríl til að yfirgefa opinberar byggingar sem þeir höfðu tekið með valdi auk þess að leggja niður vopn sín. Þegar leið fram á mánudaginn sáust engin skýr merki um að ríkisstjórnin ætlað að fylgja úrslitakostum sínum eftir gagnvart aðgerðasinnum.
Nú hafa vopnaðir Rússavinir lagt undir sig eða lokað aðgangi að stjórnarbyggingum í að minnsta kosti níu borgum. Þeir krefjast aukins sjálfstæðis frá ríkisstjórn Úkraínu og vilja nánari tengsl við ráðamenn í Moskvu.
Eftir að ljóst varð að aðskilnaðarsinnar höfðu úrslitakostina frá Kænugarði að engu gaf Oleksander Turstjínov, starfandi forseti Úkraínu, til kynna að hugsanlega mætti efna til þjóaðratkvæðagreiðslu í Úkraínu allri til að ákvarða stöðu lands og þjóðar. Greiða mætti atkvæði um þetta samhliða forsetakosningum 25. maí 2014. Hann sagðist viss um að þjóðin vildi ekki að landi hennar yrði sundrað með því að koma á fót sambandslöndum innan ríkisins.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússland, sagði mánudaginn 14. apríl að íbúar í austurhluta Úkraínu ættu að eiga aðild að undirbúningi þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Talsmaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara sagði að Þjóðverjar teldu sig sjá merki um að aðgerðasinnar í þágu nánari tengsla Úkraínumanna við Rússa fengju aðstöð frá Moskvu. Framganga, einkennisklæðnaður og vopnabúnaður sumra hústökumanna benti ekki til þess að um væri að ræða varnarliðið sem hefði sprottið af engu í skyndi.
Heimild: dw. de
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.