Föstudagurinn 10. júlí 2020

Berslusconi sinnir sam­félagsţjónustu fjóra tíma á viku og sćtir ferđabanni


15. apríl 2014 klukkan 14:37

Dómari á Ítalíu skipađi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsćtisráđherra, ţriđjudaginn 15. apríl ađ taka út refsingu sína fyrir skattsvik međ samfélagsţjónustu og lagđi jafnframt á hann ferđabann sem hindrar hann í baráttu vegna ESB-ţingkosninganna í maí. Berlusconi verđur ađ verja hiđ minnsta fjórum stundum á viku í eitt ár til ađstođar á dvalarheimili gamals fólks og fatlađs.

Honum er óheimilt ađ fara út fyrir Lombardí-hérađ, svćđiđ umhverfis Mílanó, ţar sem hann á lögheimili, nema vikulega til Rómar frá ţriđjudegi til fimmtudags enda sé hann kominn heim til sín fyrir klukkan 23.00 ađ kvöldi fimmtudags.

Silvio Berlusconi

Silvio Berlusconi (77 ára) var sviptur ţingsćti vegna skattsvika og honum er bannađ ađ gegna opinberu embćtti í tvö ár. Hann er ţó áfram formađur miđ-hćgriflokksins Forza Italia og áhrifamikill í ítölskum stjórnmálum.

Lögfrćđingar Berlusconis sögđust sáttir viđ ákvörđun dómarans, hún hindrađi ekki afskipti skjólstćđings ţeirra af stjórnmálum.

Heimildarmenn segja ađ Berlusconi muni gegna samfélagsţjónustu sinni í Cesano Boscone, smábć skammt frá Mílanó, á heimili fyrir gamalt fólk og fatlađ.

Fjögurra ára fangelsisdómi yfir Berlusconi var breytt í eitt ár međ vísan til reglna sem miđa ađ ţví ađ draga úr álagi á ítalska fangelsiskerfiđ. Sjálfur heldur hinn dćmdi enn fram sakleysi sínu og segist ofsóttur af vinstrisinnuđum ítölskum dómurum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS