Flugmenn í vél SAS mánudaginn 3. mars 2014 komu í veg fyrir árekstur við rússneska eftirlitsflugvél sem flaug hættulega nærri farþegavélinni. Aðeins voru 90 metrar á milli vélaanna en lágmarksfjarlægð er 300 metrar.
SAS-vélin hafði nýlega lagt af stað frá Kaupmannahöfn til Rómar þegar atvikið varð, yfir Eystrasalti, skammt fyrir sunnan Skán. Strax eftir að vélin var komin á loft fékk flugstjórinn boð um ferðir óþekktrar flugvélar en hún hafði sést á ratsjá sænska hersins. Þar segja menn að Iljushin Il-20 fjögurra hreyfla hægfara, langdræg skrúfuvél hafði verið á ferð.
Rússar hafa eftirlitsflugvélar í Kaliningrad, við Eystrasalt, á landamærum Litháens og Póllands. Þessum vélum er flogið vestur með strönd Póllands, fram hjá Bornholm og austur um yfirráðasvæði Svía til baka.
Sagt er frá þessu á vefsíðu Danmarks Radio fimmtudaginn 8. maí og haft eftir Trine Kromann-Mikklesen, upplýsingafulltrúa SAS:
„Strax og flugmennirnir sáu hina flugvélina breyttu þeir flughæð sinni. Farþegarnir voru aldrei í neinni hættu vegna skjótra og réttra viðbragða flugmannanna. Hættan var hins vegar ótrúlega mikil og hefðu flugmennirnir ekki brugðist við á þann hátt sem þeir gerðu hefði staðan orðið ótrúlega alvarleg.“
Upplýsingafulltrúinn segir að mörg ár séu síðan flugmenn SAS hafi séð rússneskar eftirlitsvélar á þessum slóðum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.