Valdbeiting Rússa og ögranir þeirra í garð Úkraínu hafa gjörbreytt stöðunni í öryggismálum segir Ine Eriksen Søreide, varnarmálaráðherra Noregs, við norsku fréttastofuna NTB laugardaginn 10. maí. Hún segir að samstarf NATO og Rússlands sé ekki lengur eins náið og áður, það verði líklega aldrei hið sama og að það hafi verið undanfarin ár.
„Samskiptin við Rússland hafa breyst í grundvallaratriðum til hins verra,“ segir varnarmálaráðherrann í tilefni af landsþingi flokks hennar, Hægriflokksins, þar sem hún mun sunnudaginn 11. maí reifa öryggis- og varnarmál með flokksbróður sínum Børge Brende utanríksráðherra.
Varnarmálaráðherrann segir:
„Margir töldu að Evrópa hefðu komist í fastar skorður til frambúðar, atburðir síðustu vikna sanna hið gagnstæða. Norðmenn hafa eins og margir bandamenn þeirra slitið öllum hernaðarlegum tengslum við Rússa en áfram er starfssamband við strandgæsluna og björgunaraðila. Báðar þjóðir hafa hag af því.“
Hún metur stöðuna ekki þannig að bein hernaðarógn steðji að Noregi eða öðrum NATO-löndum. Hins vegar megi greina öfluga og óræða krafta sem leitt geti til óvæntra atburða í Úkraínu eða af hálfu Rússa.
Norski varnarmálaráðherrann segist ekki efast um að skipulagðir rússneskir hópar séu að baki hernaðarlegum árekstrum sem daglega kosta mannslíf í þeim hluta Úkraínu þar sem fólk af rússneskum uppruna býr.
Minnt er á að margar NATO-þjóðir í austurhluta Evrópu óttist hvað kunni að gerast. Í mörgum þeirra eru rússneskir minnihlutahópar og „Pútín-kenningin“ snýst um að þá beri að innlima í föðurlandið. Norski varnarmálaráðherrann segist hafa ríkan skilning á óvissunni sem aukist í mörgum austur-evrópskum NATO-ríkjum.
„Orðræða Vladimírs Pútíns er oft ógnvekjandi og hann hefur sýnt getu og vilja til að láta vopnin tala,“ segir varnarmálaráðherrann.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.