Fyrsti fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um banvæn sjálfstýrð vopn Lethal Autonomous Weapons (LAWS) sem einnig eru kölluð „drápsþjarkar“ hófst í Genf miðvikudaginn 14. maí. Yfirlýst markmið embættismanna SÞ með fundinum er að þar verði stigin skref til að tryggja að það verði ávallt undir vilja og ákvörðun mannsins komið að svipta annan mann lífi.
Fundurinn er haldinn á grundvelli samkomulagsins um ákveðnar tegundir hefðbundinna vopna Convention on Certain Conventional Weapons (CCW). Jean-Hugues Simon-Michel, sendiherra Frakka, stjórnar honum en fundarmenn munu ræða saman í fjóra daga.
Athyglin mun beinast að tækniframförum auk siðfræðilegra og félagslegra spurninga sem vakna við þróun og beitingu sjálfstýrðra vopna. Þá verður hugað að gildandi alþjóðalögum og viðbótum við þau samhliða mati á áhrifum slíkra vopnakerfa á hernaðaraðgerðir.
Mikil þátttaka er í fundinum af hálfu aðildarríkja SÞ, stofnana samtakanna, Alþjóða rauða krossins og frjálsra félagasamtaka.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.