Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Heimir Már svarar fyrir Ísland á ESB-blaðamannafundi


21. júní 2010 klukkan 00:01

Heimir Már Pétursson. fréttamaður á Stöð 2, var á blaðamannafundi í Brussel að loknum fundi leiðtogaráðs ESB 17. júní, þegar aðildarumsókn Íslands var til afgreiðslu. Hann segir svo frá á visir.is 20. júní:

„Meðal þekktra fréttamanna sem fylgdust með fundinum var Adam Bolton pólitískur fréttaskýrandi Sky fréttastofunnar, en hann fylgdist m.a. með leiðtogafundinu Reagans og Gorbatsjofs á íslandi árið 1986. Á bilinu sex hundruð til eitt þúsund frétta- og myndatökumenn voru á fundinum. Enginn íslenskur ráðamaður var þar til svara vegna aðildarumsóknarinnar og kom það í hlut Stefáns Hauks Jóhannessonar formanns samninganefndar Íslands og sendiherra að svara fyrir Íslands hönd. Það dugði þó ekki öllum fréttamönnum og lenti undirritaður í nokkrum viðtölum til að skýra út stöðu mála á Íslandi.“

Í pottinum hafa menn lengi furðað sig á hvaða aðferðafræði sé beitt af hálfu ráðherranna, sem bera höfuðábyrgð á umsókn Íslands, þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar. Þau læðupokast í útlöndum og nota aldrei nein tækifæri, sem gefast til að halda málstað lands og þjóðar fram eða svara spurningum fréttamanna.

Fjarvera þeirra frá blaðamannafundinum í Brussel sé almennt túlkuð þannig af þeim, sem hann sátu, að varla geri hugur fylgt máli hjá ríkisstjórn Íslands, þegar jafnilla sé staðið að því að kynna málstað þjóðarinnar. Sendiherra komi aldrei í stað ráðherra á fundi sem þessum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS