Pottverjar sjá, að Páll Vilhjálmsson, sem í áranna rás hefur fylgst með framvindu Baugsmiðlanna, veltir eftirfarandi fyrir sér á bloggi sínu 1. ágúst:
„Glettilega margir sem mærðu Jón Ásgeir á máttardögum hans eru jafnframt í stuðningsliði Samfylkingar sem vill koma Íslandi í Evrópusambandið.
Hver ætli skýringin sé?“
Í pottinum efast menn ekki um skýringuna. Jón Ásgeir leit á aðild að Evrópusambandinu sem bjarghring fyrir sig, þegar allt var komið í óefni sumarið 2008 og hann sá, að ekki var lengur unnt að halda áfram á braut skuldasöfnunar, þegar lánaleiðir voru að lokast. Hann gat auðvitað ekki litið gagnrýnisaugum í eigin barm. Hann fann aðra sökudólga, það er krónuna og andstæðinga Íslands við ESB-aðild.
Þetta kemur vel fram í viðtali, sem Agnes Bragadóttir átti við Jón Ásgeir og birtist í Morgunblaðinu 29. júní, eftir að hæstiréttur hafð fellt dóm sinn í Baugsmálinu. Undir lok viðtalsins víkur Agnes að því, að Jón Ásgeir hafi undanfarna mánuði verið ófeiminn við að úthrópa íslensku krónuna og dásama evruna. Jón Ásgeir segir:
„Við finnum fyrir því sem erum með rekstur erlendis, að það er orðið vont að vera Íslendingur í viðskiptum þar, umtalið um Ísland og Íslendinga er neikvætt og traustið og tiltrúin sem við áður nutum, er ekki lengur fyrir hendi. Við eigum bara eina leið og hún er sú að gefa út yfirlýsingu um að við hyggjumst sækja um aðild að Evrópusambandinu. Bara það að gefa út yfirlýsingu um að við ætlum að spila á þeim leikvelli sem Evrópusambandið er, myndi strax auka tiltrú annarra og traust á Íslandi, sem myndi þá bara hafa jákvæð áhrif bæði úti og hér heima.
Auðvitað tekur það Íslendinga ákveðinn tíma, að koma málum hér heima í það horf, að við værum tæk í Evrópusambandið, en svona yfirlýsing væri allavega fyrsta stóra og jákvæða skrefið.
Það sér það hver heilvita maður, að engin ríkisstjórn á að geta gert það, sem núverandi ríkisstjórn gerði fyrir rúmu ári, þegar hún var mynduð og yfirlýsingar voru gefnar um að aðild að ESB yrði ekki á dagskrá næstu fjögur árin. Slík vinnubrögð ganga bara ekki upp. Svona mál er ekki hægt að frysta í fjögur ár.
Við lifum við allt annan veruleika og í allt öðrum heimi, en við gerðum fyrir réttu ári síðan. Við erum í stórkostlegri tilvistarkreppu með þennan handónýta gjaldmiðil, krónuna og það er ekkert nema svartnætti framundan, ef menn horfast ekki í augu við staðreyndir málsins.
Eina raunverulega styrking krónunnar sem við getum náð fram, er sú að við lýsum því yfir að við ætlum að hætta með þennan gjaldmiðil og undirbúa aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu.“
Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar tók undir þessa herhvöt Jóns Ásgeirs, enda hafði hún allan tíma Baugsmálsins bergmálað hagsmuni Jóns Ásgeirs og Jóhannesar í Bónus. Þá var Samfylkingin að berjast gegn því, að auðmenn og félög þeirra sættu of þungu eftirliti af hálfu ríkisins. Þegar Jón Ásgeir hafði gengið veginn á enda innan íslenska bankakerfisins vildi hann komast í meiri fjármuni með aðild að ESB eða bara yfirlýsingu um aðild, Samfylkingin lét ekki segja sér það tvisvar.
Með því að ráða Ólaf Stephensen sem ritstjóra Fréttablaðsins sýndi Jón Ásgeir Samfylkingunni svart á hvítu, að hann ætlaði að beita fjölmiðlum sínum í þágu ESB-málstaðarins. Álitsgjafahópurinn, sem er hættur að bera blak af Jóni Ásgeiri vegna viðskiptasnilldar hans, heldur skjóli innan fjölmiðlaveldis hans með því að mæla með aðild að ESB.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...