Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Til hvers er nú allt þitt starf, Einar Benediktsson?!


3. ágúst 2010 klukkan 09:37

Einar Benediktsson

Til Einars Benediktssonar, fyrrum sendiherra, er hægt að gera meiri kröfur um málefnalegan málflutning í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB en flestra annarra. Ástæðan er sú, að frá því að hann var ungur embættismaður og vann að þátttöku Íslands í EFTA, fríverzlunarsamtökum Evrópu á Viðreisnarárunum hefur hann komið að samskiptum Íslendinga við Evrópuríkin með margvíslegum hætti.

Í grein í Fréttablaðinu í dag segir Einar Benediktsson:

„Mikilsvert er að menn átti sig á samningsmarkmiðum Íslands til að tryggja varanleg yfirráð yfir auðlindinni samfara fullu viðskiptafrelsi.“

Hvernig stendur á því, að Einar Benediktsson viðurkennir ekki það sem hann veit manna bezt að er satt og rétt að verði Íslandi aðili að Evrópusambandinu er ekkert til sem heitir „varanleg yfirráð yfir auðlindinni“?

Einar segir: „Fiskistofnar okkar eru yfirleitt staðbundnir...“

Getur verið að þessi fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í samskiptum við Evrópuríkin viti ekki hvaða þýðingu deilistofnar í Norður-Atlantshafi hafa fyrir okkar þjóðarbúskap og einstök sjávarútvegsfyrirtæki og að allt forræði í samningum um þá flyzt til Brussel, ef við gerumst aðilar að ESB?

Í grein sinni sakar Einar Morgunblaðið um að „þar á bæ liggi fyrir full vitneskja um samningsniðurstöðuna...“

Einar Benediktsson hlýtur að vita betur en flestir aðrir, að viðræður Íslendinga við ESB snúast um aðlögun að regluverki Evrópusambandsins en ekki samninga. Einu samningarnir snúast um það hvort tímabundnar undanþágur standa árinu lengur eða skemur.

Til hvers er nú allt þitt starf í hálfa öld, Einar Benediktsson, ef ekki er hægt að tala við þig um þetta mál á grundvelli staðreynda?!

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS