Sunnudagurinn 28. febrúar 2021

Sögusýn Svavars Gestssonar


22. ágúst 2010 klukkan 10:17

Svavar Gestsson

Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, sagði frá því í útvarpsþætti Ævars Kjartanssonar og Ágústar Þórs Árnasonar í morgun, að hann hefði nánast flúið Austur-Þýzkaland, þar sem hann hafði hafið nám fyrir tæpri hálfri öld vegna þess að hann hefði ekki þolað að búa við einræðisstjórn og að vera undir stöðugu eftirliti. Ekki skal dregið í efa að Svavar segi satt og rétt frá og kannski hefur hann sagt frá þessu áður. Hitt er ljóst, að miðað við þessa lýsingu á Svavar eftir að setja pólitíska baráttu sína næstu áratugi á eftir í samhengi við þessa lífsreynslu sína. Hann hélt áfram að berjast gegn þeim þjóðfélagsöflum í heiminum, sem höfðu tekið höndum saman í baráttunni við þau einræðisöfl, sem Svavar segist hafa flúið. Hann hélt áfram, að berjast gegn þátttöku Íslands í Atlantshafsbandalaginu og gegn varnarliðinu á Íslandi. Hvernig kemur hann þessu heim og saman?

Svavar var ekki nógu sanngjarn í garð félaga sinna í flokki Vinstri grænna, þegar hann lýsti skoðun sinni á fjölmiðlafrumvarpinu 2004, kvaðst hafa verið sammála efni þess að verulegu leyti og taldi vinstri menn hafa stjórnast af tækifærismennsku.

Staðreynd er, að mikill munur var á málflutningi Vinstri grænna og Samfylkingar á Alþingi. Þingmenn VG reyndu að ræða málið málefnalega en þingmenn Samfylkingar gerðust talsmenn Baugs Group af ástæðum, sem smátt og smátt hafa verið að koma í ljós.

Svavar lagði áherzlu á að menn yrðu að vanda sig í umræðum um ESB. Það er rétt. Hann er enn í aðstöðu til að hafa áhrif á að forystumenn VG vandi sig í þessum umræðum í stað þess að hylma yfir með Samfylkingunni og Össuri Skarphéðinssyni, gömlum vopnabróður Svavars, í óvönduðum, ómálefnalegum og innihaldslausum umræðum um ESB af þeirra hálfu. Sá óvandaði málflutningur kemur skýrast fram í þeim fullyrðingum þessara aðila, að Ísland eigi í samningaviðræðum við ESB, þegar veruleikinn er sá, að umfangsmikið aðlögunarferli Íslands að lögum og reglum ESB er að hefjast.

Það mundi líka stuðla að vönduðum málflutningi að ríkisstjórn VG og Samfylkingar viðurkenni, að ESB hefur sett lausn svokallaðs Icesave-máls að lykilatriði í því aðlögunarferli. Og jafnframt væri fróðlegt í ljósi þáttar Svavars sjálfs í Icesave-málinu að hann útskýri eigin gerðir í ljósi þeirrar yfirlýsingar framkvæmdastjórnar ESB, að engin ríkisábyrgð sé á innistæðum skv. þeim reglum um innistæðukerfi, sem Ísland innleiddi árið 1999.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS