Gagnrýni Hjörleifs Guttormssonar á forystu VG í Morgunblaðinu í dag (sem sagt er frá hér á síðunni) er alvarlegt áfall fyrir Steingrím J. Sigfússon. Hjörleifur er einn af stofnendum VG. Þunga gagnrýni hans á forystu VG vegna svokallaðra stuðningsverkefna Evrópusambandsins ber að skoða í ljósi eftirfarandi:
Snemma sumars var ákveðið hjá VG að efna til málefnaþings um afstöðu flokksins til aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu nú í september. Síðan hafa Steingrímur J. og félagar lagt sig fram um að gera lítið úr þessu málefnaþingi. Í fyrsta lagi er búið að fresta því um mánuð skv. heimildum Pottsins. Í öðru lagi reyna forystumenn VG að dreifa athyglinni með því að leggja til að aðildarumsóknin verði aðeins eitt af mörgum málum, sem verði tekin fyrir á málefnaþinginu.
Nú er ekki ljóst hvenær eða hvort málefnaþingið verður haldið. Hitt er ljóst, að það stefnir í mikil átök innan VG um ESB-málið allt. Hjörleifur Guttormsson hefur skipað sér í lið þeirra, sem standa með Jóni Bjarnasyni í því að telja tíma til kominn að segja stopp. Forystumenn ríkisstjórnarinnar stefna að því að losna við Jón úr stjórninni fyrir áramót. Ætla verður að annar fyrrverandi þingmaður og ráðherra, Ragnar Arnalds, standi með þeim Jóni og Hjörleifi. Þá er Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri Þjóðviljans ekki langt undan. Þótt þeir eigi allir langan feril að baki er ljóst, að skoðanir þeirra eiga sterkan hljómgrunn í grasrót VG og meðal yngri þingmanna, eins og Ásmundar Einars Daðasonar og Lilju Mósesdóttur.
Ögmundur Jónasson stundar þann hættulega leik þessa dagana að reyna að sigla milli skers og báru og á yfir höfði sér að verða áhrifalaus með öllu verði það lýðum ljóst að hann beri kápuna á báðum öxlum. Það má ekki miklu muna.
Í hinu liðinu er Steingrímur J. Sigfússon með Svavar Gestsson og Álfheiði Ingadóttur sér við hlið. Þótt Álfheiður sé mikill flokksmaður er ekki alveg víst að hún fylgi þeim félögum alla leið. Lét hún heilbrigðisráðuneytið senda tillögur að verkefnum skv. IPA til forsætisráðuneytis? Eða er hún kannski sammála Hjörleifi um að þetta séu mútugreiðslur? Veikleiki Steingríms J. og Svavars er ekki sízt sá að þeir sitja uppi með Icesave og hlupu til og skrifuðu undir samninga um mörg hundruð milljarða greiðslur til Breta og Hollendinga án þess að nokkur rök væru fyrir því.
Átökunum innan VG er ekki lokið. Þau eru rétt að byrja.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...