Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Árni Þór fær kaldar kveðjur á Smugunni


13. október 2010 klukkan 09:54

Árni Þór Sigurðsson

Árni Þór Sigruðsson, alþingismaður Vinstri grænna, sem sakar Evrópuvaktina um „þjóðernisöfgar“ fær kaldar kveðjur frá þeim, sem skrifa á vefsíðu Smugunnar:

Vésteinn Valgarðsson segir:

„Árni, greiddir þú ekki atkvæði með því þann 16. júlí 2009 að það yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu? Hvaða ályktanir ætli megi draga af því?

Það er illa komið fyrir fullveldi þessa litla lands ef við eigum það annars vegar undir öfgahægrimönnum en hins vegar mönnum, sem segja eitt en hegða sér svo öðru vísi.

Sýndu mér trú þína af verkum þínum.“

Ónafngreindur bréfritari segir:

„Ég tek undir athugasemd Vésteins hér að ofan og mig langar að bæta því við að ég er viss um að öllu venjulegu og þokkalega vel gefnu fólki innan VG er ljóst að grein Árna Þórs er örvæntingarfull tilraun hans til flokkadrátta og smjörklípu.Undirliggjandi mein Árna Þórs er Samfylkingar undirlægjuháttur hans til ESB mála....“

Rafn Gíslason segir:

„Ég held að Árni Þór geri sjálfum sér bezt með því að vera ekki að opinbera afstöðu sína til ESB og til þeirra, sem berjast gegn ESB og það fyrir félögum sínum í VG, sem hann hefur ítrekað svikið í þessu mmáli með undirlægjuhætti og bolabrögðum. Hann ætti að hafa vit á því að skammast sín...“

Af fleiru er að taka í viðbrögðum á Smugunni við skrifum Árna Þórs.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS