Leiðari Financial Times um helgina um Icesave-deiluna hefur að vonum vakið mikla athygli. Blaðið fagnar þeirri uppreisn, sem almenningur á Íslandi hafi gert og bendir á að það sé pólitísk ákvörðun hverjir eigi að taka á sig byrðar af falli banka.
Allar umræður í Evrópu síðustu mánuði og misseri hafa fallið í þann farveg, að það sé ekki eðlilegt að skattgreiðendur greiði skuldir einkaaðila. Meginstefnan í þeim umræðum er í samræmi við þá skoðun, sem andstæðingar Icesave-samninganna hafa haldið fram frá upphafi að skattgreiðendur á Íslandi hafi enga ábyrgð tekið á skuldasöfnun íslenzkra banka í einkaeigu í útlöndum.
Nú kemur ríkisstjórn Íslands í þriðja sinn og vill samþykkja samninga við Hollendinga og Breta, sem leggja þungar byrðar á íslenzka skattgreiðendur. Rökin að þessu sinni eru þau að nú sé upphæðin lægri en áður var gert ráð fyrir.
Það skiptir engu máli þótt upphæðin sé lægri. Hún er enn mjög há.
Það sem skiptir máli er það grundvallaratriði, sem fjallað er um í leiðara Financial Times. Skattgreiðendum ber engin skylda til að greiða skuldir einkaaðila.
Þá er sagt: viljið þið taka þá áhættu að málið fari fyrir dómstóla?
Svarið er: hvers vegna eiga þeir, sem sannanlega hafa ekki tekið á sig nokkra lagalega ábyrgð að vera hræddir við að fara með mál fyrir dómstóla?
Er meiri áhætta í því fólgin en að leggja á þjóðina skuldabyrði upp á a.m.k. marga tugi milljarða, sem þar að auki getur vel orðið hærri?
Er Steingrímur J. alveg ákveðinn í því að láta gömlu nýlenduveldin kúga okkur?
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...