Þessa dagana beinist athygli manna að því hver afstaða einstakra þingmanna VG verður til fjárlagafrumvarpsins. Það er í sjálfu sér áhugavert en prófsteinninn á þingmenn Vinstri grænna verður sá, hvort þeir muni allir sem einn styðja þann nýja Icesavesamning, sem formaður þeirra hefur gert. Í honum felast a.m.k. 47 milljarða útgjöld fyrir þjóðina og hugsanlega miklu meira. Þeir eru hins vegar að berjast sín í milli um nokkur hundruð milljónir til eða frá.
Greiði allir þingmenn VG atkvæði með hinum nýju Icesave-samningum er ljóst, að þeir hafa gefizt upp fyrir kúgunum og hótunum hinna gömlu nýlenduvelda í Evrópu.
Þeir hafa gefizt upp fyrir neðanjarðarhernaði ráðandi afla í ESB sem á yfirborðinu segja, að Icesave skipti engu máli í samskiptum Íslands og ESB en undir yfirborðinu vinna þessi öfl að því að kúga okkur til undirskriftar. Og það gera þau á sama tíma og umræður innan ESB snúast um það að ríki eigi ekki að ábyrgjast skuldbindingar einkabanka!
Þeir hafa þá líka gefizt upp fyrir AGS sem í orði hefur þvegið hendur sínar af Icesave-málinu en hefur unnið leynt og ljóst á borði að því að fá okkur til að borga skuldir, sem við eigum ekki að borga.
Þetta er hinn raunverulegi prófsteinn á það hvort þingmenn VG meina eitthvað með því sem þeir segja.
Það eru meiri líkur en minni að þeir falli á prófinu.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...