Miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Evrópu­samtökin: Grikkland er ekki Norður-Kórea


15. desember 2010 klukkan 17:32

Allt logar í óeirðum í Aþenu, þar sem ríkisstjórn er að framkvæma niðurskurð að kröfu Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Evrópusamtökin á Íslandi taka þessi mótmæli nærri sér enda hafa þau talið evru-svæðið öruggt svæði til að vera á. Þau sjá þó glætu eins og þessi færsla á vefsíðu þeirra 15. desember sýnir:

„Til mikilla mótmæla hefur komið í Aþenu í Grikklandi í dag, vegna aðgerða stjórnvalda, sem koma í kjölfar efnhagsvandræða landsins.

Væru Grikkir í N-Kóreu, væri ekki um að ræða nein mótmæli. En það ríkir lýðræði í Grikklandi og í því felst rétturinn til að mótmæla.

Íbúar N-Kóreu hafa enga „rödd“ en það hafa hinsvegar Grikkir. Grikkir kusu kannski yfir sig slæma stjórnmálamenn, íbúar N-Kóreu fá ekkert að kjósa, nema kommúnistaflokkinn! “

Pottverjar samfagna með Evrópusamtökunum: Grikkland er ekki Norður-Kórea. Grikkir búa hins vegar við evru og una því sífellt verr, havð sem Evrópusamtökin segja. Þau hafa væntanlega sent boðskap sinn um N-Kóreu sem huggunarorð til systursamtaka sinna í Grikklandi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS