Ónafngreindir þingmenn Samfylkingarinnar veifuðu þeirri hótun framan í Vinstri græna í fréttum RÚV í gærkvöldi, að þeir gætu vel hugsað sér að mynda nýja ríkisstjórn með Framsóknarflokki eða Sjálfstæðisflokki eða jafnvel að taka Framsóknarflokkinn inn í núverandi ríkisstjórn eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi.
Nú er auðvitað ljóst, að Samfylking getur ekki myndað ríkisstjórn með Framsóknarflokknum einum. Til þess hafa þessir tveir flokkar ekki nægilega marga þingmenn. Hins vegar mundu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking auðvitað hafa meirihluta á þingi en væri Samfylking reiðubúinn til að kaupa slíkt samstarf því verði að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka?
Í ljósi samþykkta síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokks er auðvitað ljóst að sá flokkur mundi ekki ganga til samstarfs við Samfylkingu í ríkisstjórn án þess. Og líkurnar á því, að Samfylking mundi ganga að slíku skilyrði eru nánast engar.
Eru líkur á því, að meirihluti þingflokks Vinstri grænna reki þremenningana – eða sexmenningana- úr þingflokknum? Þær eru nánast engar eins og m.a. má sjá á yfirlýsingu Ögmundar Jónassonar í Morgunblaðinu í dag.
Og jafnvel þótt Steingrími J. Sigfússyni dytti slíkt í hug vegna þess, að fyrstu viðbrögð hans eru jafnan að ryðjast yfir fólk í stað þess að tala við það, mundi hann fljótt ná áttum. Líkurnar á því, að sá flokkur, sem þá yrði til næði til meirihluta núverandi kjósenda VG eru yfirgnæfandi.
Hvað þýðir þetta?
Þetta þýðir, að andófsmennirnir í þinflokki Vinstri grænna hafa náð svo sterkri pólitískri stöðu, að þeir geta nánast sett ríkisstjórninni skilyrði.
Það verður fróðlegt að sjá, hvort þeir fylgja þeirri sterku stöðu eftir í verki.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...