Fimmtudagurinn 30. júní 2022

Rit­stjóri Smugunnar samþykkir Icesave með „sorg í hjarta“


1. mars 2011 klukkan 15:13

Í pottinum verða menn sífellt meira undrandi á því hve stuðningsmenn Icesave III teygja sig langt eða réttara sagt leggjast lágt í málflutningi sínum þegar þeir leitast við að afsaka að þeir ætli að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að axla skuldir einkabanka gagnvart viðskiptavinum sínum í útlöndum sem veðjuðu á háa vext, tóku meiri áhættu en aðrir sparifjáreigendur og töpuðu í bakahruninu.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Smugan er vef-málgagn vinstri-grænna, eða að minnsta kosti einhvers hluta þeirra, og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ritstýrir Smugunni. Hún segir þar 28. febrúar:

„Íslenska þjóðin hefur fengið löggjafarvald í [Icesave-]málinu fyrir milligöngu forsetans. Erindi mitt í þessum pistli .... var einfaldlega að árétta það ég kæri mig ekki um slíkt vald. Það er með sorg í hjarta og gallbragð í munni sem ég tek þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um þennan samning. Ég leyfði ekki bönkunum að sækja peninga í greipar erlendra sparifjáreigenda til að fleygja í botnlausa hít hér heima og ég var ekki spurð þegar íslenskir ráðamenn og þingmenn viðurkenndu að okkur bæri skylda til að greiða reikninginn.

Ég hefði viljað greiða atkvæði um það. ...

Þótt þessi samningur yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og málið færi fyrir dómstóla, breytir það engu um innihald þeirra yfirlýsinga sem ráðamenn gáfu á fyrri stigum málsins. Ekki einu sinni þótt málið ynnist fyrir dómstólum. Flestir eru hinsvegar sammála um að í slíku dómsmáli geti falist gríðarleg áhætta. Og orðspor landsins er skaddað fyrir vegna icesave-málsins, bæði vegna framgöngu bankamanna og eins vegna framgöngu ráðamanna.

Siðferðislega finnst mér að við berum ábyrgð á loforðum þeirra stjórnmálamanna sem sitja í umboði þjóðarinnar og fara fyrir þjóðarbúinu. Mér finnst makalaust ef þeir sjálfir telja sig ekki skuldbundna á neinn hátt.

Það hvarflar að manni að loforð íslenskra ráðamanna séu ekki túskildings virði.

Þetta skrifar ristjóri Smugunnar þótt daginn áður, 27. febrúar 2011, hafi þetta birst á annarri vefsíðu Vef-Þjóðviljanum úr símtali Árna M. Mathiesens, þáverandi fjármálaráðherra, við Alistair Darling, þáverandi fjármálaráðherra Breta frá 7. október 2008:

[…]

Darling: Do I understand that you guarantee the deposits of Icelandic depositors?

Mathiesen: Yes, we guarantee the deposits in the banks and branches here in Iceland.

Darling: But not the branches outside Iceland?

Mathiesen: No, not outside of what was already in the letter that we sent.

Darling: But is that not in breach of the EEA Treaty?

Mathiesen: No, we don’t think so and think this is actually in line with what other countries have been doing over recent days.

[…]

Hvers vegna er Darling ósáttur við það sem Árni segir? Er það af því að Árni er að lofa honum að Íslendingar greiði allt sem Bretum dettur í hug? Nei, auðvitað ekki. Og næstu daga hótuðu Bretar Íslendingum öllu illu og gripu til ýmissa óyndisúrræða gegn íslenskum hagsmunum. Halda menn að það hafi verið vegna þess að Íslendingar lofuðu að borga allt?

Spyrja má: Hvar sér Þóra Kristín Ásgeirsdóttir loforð um greiðslu í þessum orðum þáverandi fjármálaráðherra Íslands? Hvaða íslensku ráðamaður batt Íslendinga að þjóðarétti til að axla byrðar einkabanka vegna skuldbindinga hans í útlöndum?

Eftir að Steingrímur J. Sigfússon hafði samþykkt á alþingi að Geir H. Haarde fyrir landsdóm sagðist hann hafa gert það með „sorg í hjarta“ eins og um einhverja þungbæra skyldu hafi verið að ræða. Svo var auðvitað ekki heldur lét Steingrímur J. stjórnast af pólitískri hefnigirni. Hið sama má segja um sorgina í hjarta ritstjóra Smugunnar vegna Icesave. Hvers vegna vill ritstjórinn ekki einfaldlega kjósa með hagsmunum þjóðarinnar?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS