Að mánuði liðnum gengur þjóðin til kosninga um Icesave III. Skoðanakönnun, sem gerð hefur verið um þekkingu fólks á efni samkomulagsins bendir ótvírætt til þess að upplýsingagjöf opinberra aðila um efni samkomulagsins hafi ekki tekizt sem skyldi. Þess vegna hvílir sú skylda á innanríkisráðherra að hann sjái til þess að öll meginatriði málsins verði kjósendum vel kunn áður en þeir ganga að kjörborðinu.
En jafnframt er auðvitað ljóst að upplýsingar verða að liggja fyrir um alla þætti málsins. Eitt af því er hver kostnaður skattgreiðenda hefur verið af samningaviðræðum um Icesave frá upphafi og hver skipting þess kostnaðar er. Það er auðvitað sjálfsögð krafa almennings að fá vitneskju um það.
Af einhverjum ástæðum stendur á fjármálaráðuneytinu að gefa þessar upplýsingar. Hvers vegna?
Ærla verður að einhverjir framtakssamir þingmenn taki sér fyrir hendur að spyrjast fyrir um málið. Alþingi á kröfu á því að fá slíkar upplýsingar og þjóðin sjálf ekki síður.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...