Miðvikudagurinn 21. apríl 2021

Afsagnarhefð og ágreiningur um grundvallarmál


15. mars 2011 klukkan 09:46
Lars Lökke Rasmussen

Afsögn tveggja ráðgjafa Lars Lökke Rasmussens, forsætisráðherra Danmerkur, hefur vakið athygli þar í landi. Um er að ræða Sös Serup Laybourn, sem var m.a. ráðgjafi Lars Lökke bæði sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra og Michael Helbo, sem var blaðafulltrúi forsætisráðherrans. Afsögn þeirra byggist á skoðanamun á milli ráðgjafanna og ráðherrans um grundvallarmál að sögn danskra blaða.

Í tölvupósti, sem Sös Serup sendi samstarfsmönnum sagði hún m.a.:

„Ég er ósátt við ákvarðanir, sem teknar hafa verið í grundvallarmálum og hef verið um skeið. Þess vegna verð ég að sjálfsögðu að taka afleiðingum þess og segja af mér.“

Slík afsagnarhefð vegna skoðanaágreinings um grundvallarmál er nánast óþekkt hér á Íslandi en annars staðar er hún vel þekkt. Ein frægasta afsögn síðari tíma á Vesturlöndum er vafalaust sú ákvörðun Anthony Eden að segja af sér sem utanríkisráðherra Bretlands á árinu 1938 vegna ágreinings við Chamberlain um afstöðuna til Þýzkalands og Hitlers. Sú afsögn gerði Eden að leiðtoga Íhaldsflokksins í kjölfar Churchills. En að vísu eru skiptar skoðanir meðal sagnfræðinga nú um ástæður hennar.

Í forsætisráðherratíð Edens sjálfs 1956 sagði ráðherra í ríkisstjórn hans, Anthony Nutting, hins vegar af sér vegna ágreinings við Eden um Suez-deiluna en gat hins vegar ekki vegna þjóðaröryggis útskýrt hvers vegna. Nutting var talinn leiðtogaefni í Íhaldsflokknum fram að afsögninni en henni var illa tekið innan flokksins og pólitískur ferill hans á enda.

Nú er óvenjumikið um grundvallarmál á ferðinni í íslenzkum stjórnmálum og þá ekki sízt ESB og Icesave.

Segja einhverjir af sér vegna ágreinings um slík grundvallarmál á Íslandi?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS