Þær eru hlægilegar þessar umræður um það, HVORT úrsögn Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar úr þingflokki VG veiki stjórnina. Auðvitað er það áfall fyrir ríkisstjórnina að tveir þingmenn úr stjórnarliðinu treysta sér ekki lengur til að styðja ríkisstjórnina og taka þannig í verki undir gagnrýni annarra á stjórnina og verk hennar að einhverju leyti a.m.k.
Og auðvitað er það staðreynd, að nú þegar þingmenn stjórnarflokkanna teljast 33 og hún þarf 32 til þess að hafa meirihluta á Alþingi ráða þeir Jón Bjarnason og Ásmundur Einar Daðason í raun lífi þessarar ríkisstjórnar. Báðir eru þeir harðir andstæðingar ESB-stefnu ríkisstjórnarinnar og augljóst að þeir eru nú í stöðu til að setja henni stólinn fyrir dyrnar í þeim efnum sem öðrum.
Hvernig dettur Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrími J. Sigfússyni og Árna Þór Sigurðssyni í hug að halda öðru fram en að staða þeirra sé veikari eftir þessa úrsögn en áður?!
Veruleikanum verður ekki breytt með orðavaðli. Þeim pólitíska veruleika, sem þau Jóhanna og Steingrímur J. standa nú frammi fyrir verður ekki breytt með orðunum einum.
Íslendingar standa frammi fyrir alvarlegri pólitískri kreppu. Það verður ekki leyst úr henni nema með kosningum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...