Meðal þess hörmulegasta sem Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og fylgismenn laga hans um Icesave III töldu að kynni að gerast segði þjóðin nei við lögunum var að matsfyrirtækin mundu lækka lánshæfismat Íslands. Hræðsluáróðurinn um þetta efni var sterkasta trompið sem stuðningsmenn Icesave töldu sig hafa á hendinni.
Matsfyrirtækið Moody's mat lánshæfismat Íslands óbreytt samkvæmt yfirlýsingu 20. apríl. Fyrirtækið staðfesti lánshæfiseinkunn Íslands, Baa3 með neikvæðum horfum. Við svo búið sneri fréttastofa RÚV sér til Steingríms J. og Lára Ómarsdóttir ræddi við hann eins og hún hefði fæðst í gær. Hvorki Lára né fréttastofan gerðu hið minnsta til að setja málið í innlent, pólitískt samhengi. Steingrímur J. sagði:
„Ég er ánægður með að við skulum halda óbreyttu lánshæfismati, ég held það megi telja það ákveðinn varnarsigur. Það er líka gott að Moody's kemur þetta fljótt fram með niðurstöðuna. Ég held að þegar horft er til þeirra raka sem þeir tilgreina, þá eru það þau sem við reyndum auðvitað að halda á lofti að við teljum okkur vera að tryggja að efnahagsáætlunin haldi áfram og við fáum fimmtu endurskoðunina [hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum] án teljandi tafa. Sömuleiðis vísa þeir í upplýsingar sem við vorum dugleg við að halda á lofti að Icesave-málið færi nú að fara í annan farveg þegar búið færi að greiða út og Bretar og Hollendingar byrjuðu að fá hluta af sínum peningum til baka.“
Að fréttastofa sem vill vera hin trúverðugasta í landinu skuli senda þetta innistæðulausa sjálfshól Steingríms J. frá sér athugasemdalaust á líklega rætur að rekja til þess að grobbið er til þess fallið að draga jafnframt athygli frá því hve fréttastofan tók sjálf rangan pól í hæðina í kynningu sinni á Icesave-málinu – þar átti hræðsluáróðurinn greiðan aðgang. Síðasta kvöld fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna skipaði hún fjórum lögfræðingum í pallborð, þremur með Icesave og einum á móti. Samrýmdist það vel starfsháttum hennar við kynningu á höfuðatriðum Icesave-málsins.
Á ruv.is segir 21. apríl í frétt um viðtalið við Steingríms J. vegna Moody‘s:
„Aðspurður að því hvort óbreytt lánshæfismat sýni að atkvæðagreiðslan um Icesave hafi ekki haft eins mikil áhrif eins og menn óttuðust svarar Steingrímur: “Ja í tilviki lánshæfismatsfyrirtækjanna þá einfaldlega held ég að menn hafi vísað í það sem þau sjálf sögðu. Og þau gerðu bæði, og eiginlega öll grein fyrir því að þetta gæti haft neikvæð áhrif.““
Aumlegri getur kattarþvottur fjármálaráðherra vegna eigin tilrauna til að blekkja þjóðina fyrir atkvæðagreiðsluna 9. apríl varla orðið. Í stað þess að hafa styrk til að taka sjálfstæða afstöðu viðurkennir hann að hafa elt lánshæfismatsfyrirtækin í blindni. Hver trúir því að hann hafi snúið matsfyrirtækjunum af rangri braut að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni? Fréttastofa RÚV?
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...