Hvað er að gerast í kjarasamningunum? Viðbrögð vinnuveitenda við hugmyndum ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu, sem þeim voru kynntar í síðustu viku benda til þess, að þeir telji sig geta unað við þær með einhverjum hætti. Tónninn í þeim breyttist.
Á sama tíma og svo virtist sem þeirri hindrun hefði verið rutt úr vegi, virtist tónninn herðast í forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar. Var það vegna 1. maí?
Var þjóðin áhorfandi að leiksýningu, sem hún vissi ekki að stæði yfir í kringum 1. maí?
Má búast við því að næstu daga muni koma meira sáttahljóð í báða aðila og samningar takast?
Það skyldi þó aldrei vera!
Það er svo annað mál, að ef rétt er til getið að útgerðarmenn telji sig geta unað við fyrirhugaðar breytingar, þá er ekki endilega víst að þingmenn stjórnarflokkana geti fellt sig við þær.
Þeir fyllast áreiðanlega tortryggni ef hljóðið í útgerðarmönnum breytist allt í einu og þeir reynast tilbúnir til að ganga til samninga.
Það geta verið spennandi dagar framundan!
PS: Þau ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ í hádegisfréttum RÚV í dag, að samningur til þriggja ára, sem ASÍ-forystan útilokaði algerlega fyrir helgi ýta undir þá kenningu, sem hér er viðruð að framan.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...