Kjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í gær, sæta harðri gagnrýni í röðum vinnuveitenda. Talsmenn verzlunarinnar benda á, að sú atvinnugrein sitji eftir með mestan kostnað vegna samninganna en sé jafnframt verst í stakk búin til þess að taka á sig kostnaðarauka. Fleiri taka undir þau sjónarmið.
Þá vaknar þessi spurning: hvers vegna ættu vinnuveitendur í verzlun og öðrum greinum, sem sannanlega hafa ekki efni á þessum kostnaðarhækkunum og hafa lýst því yfir að annað hvort leiði þær til verðhækkana eða upppsagna, að samþykkja samningana?
Hvers vegna á að endurtaka þennan leik aftur og aftur þegar allir vita af fenginni reynslu til hvers hann leiðir? Hann leiðir til aukinnar verðbólgu, sem fyrir utan allt annað mun hækka lánaskuldbindingar bæði heimila og fyrirtækja.
Þetta vita forystumenn verkalýðsfélaganna jafnvel og vinnuveitendur.
Það er tími til kominn að þau félög vinnuveitenda, sem eru í fyrirsvari fyrir atvinnugreinar, sem geta ekki borið þessar kostnaðarhækkanir segi Nei.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...