Í fréttum RÚV í gær um breytingar á fiskveiðistefnu Evrópusambandsins sagði m.a.:
„Útgerðum í hverju landi verður tryggð hlutdeild í kvóta viðkomandi lands til að minnsta kosti 15 ára og útgerðirnar geta svo átt viðskipti með kvóta einstakra tegunda sín á milli og ef viðkomandi ríkisstjórnir fallast á það, við útgerðir í öðrum aðildarríkjum.“
Þetta eru góð tíðindi fyrir Hull og Grimsby Evrópusambandsins í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þeirra orða. Þetta þýðir, að gangi Ísland í Evrópusambandið geta útgerðir í aðildarríkjum þess komist inn í íslenzka fiskveiðilögsögu um bakdyrnar ef svo má segja.
Íslenzkar útgerðir geta selt kvóta sinn til erlendra fyrirtækja. Að vísu þarf samþykki íslenzkrar ríkisstjórnar. En eins og reynslan sýnir er því miður ekki hægt að treysta öllum ríkisstjórnum á Íslandi fyrir því að standa vörð um íslenzka hagsmuni.
Núverandi ríkisstjórn mundi ekki hafa mikið fyrir því að samþykkja slík viðskipti. Hún mundi bara segja: Skiptir nokkru máli hver veiðir fiskinn svo lengi sem hann er veiddur!
Hvaða Íslendingar vilja kalla þetta yfir sig?
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...