Laugardagurinn 16. janúar 2021

Hagnaður bankanna kallar á lækkun gjalda á viðskiptavini

-Ódýrara fyrir bankana að lækka gjöld og minnka vaxtamun en standa í endur­greiðslum vegna of mikils hagnaðar


27. maí 2011 klukkan 08:36

Það var skynsamleg ákvörðun hjá bankastjórn Landsbankans að tilkynna endurgreiðslur til viðskiptavina í gær. Sama dag tilkynnti bankinn að hagnaður af starfsemi hans á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefði verið tæpir 13 milljarðar króna – á 90 dögum(!)-en á sama tíma í fyrra nam hagnaður rúmum 8 milljörðum.

Verði hagnaður Landsbankans áþekkur aðra hluta ársins gæti hann numið á árinu 2011 um 50 milljörðum króna. Nú er komið í ljós að hagnaður Arionbanka og Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi nam samtals nær 7 milljörðum króna. Miðað við svipaða afkomu þeirra það sem eftir er ársins gæti heildarhagnaður bankanna á þessu ári numið upp undir 80 milljörðum. Á síðasta ári nam hann samtals hjá bönkunum þremur um 70 milljörðum.

Í þessu ljósi er það ekki bara góðmennska hjá Landsbankanum að endurgreiða viðskiptavinum heldur meira en sjálfsagt.

Hins vegar kemur það á óvart nú eins og vegna hagnaðar bankanna á síðasta ári að það skuli vera hægt að græða svona mikið á bankastarfsemi við núverandi aðstæður á Íslandi, eins og áður hefur verið vikið að hér á Evrópuvaktinni.

Það bendir til þess, að bankarnir séu að taka alltof mikið af viðskiptavinum sínum. Þess vegna kallar hagnaður Landsbankans nú á ítarlega skoðun á rekstri bankanna og ítarlegar umræður á Alþingi með hagsmuni viðskiptavina bankanna í huga.

Það er áreiðanlega ódýrara fyrir bankana að lækka stórlega gjaldtöku af viðskiptavinum og minnka vaxtamun innlána og úrlána verulega í stað þess að standa í endurgreiðslum eftir á vegna oftekinna gjalda.

Það verður spennandi að sjá hvort einhver þingmaður finnur hjá sér hvöt til þess að ræða þetta mál á Alþingi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS