Manndrápin í Sýrlandi halda áfram. Nú taka hermenn á móti fólki, sem kemur frá bænahaldi með skothríð. Þrátt fyrir að við ofurefli sé að etja heldur fólk áfram að mótmæla. Það fólk hefur engin vopn. Þau eru bara í höndunum á hermönnum stjórnvalda.
Svona vilja Vinstri grænir hafa það. Við sjáum í hnotskurn í Sýrlandi afleiðingar utanríkisstefnu VG. Og við sjáum í Líbýu árangur þess að ekki er farið eftir utanríkisstefnu VG.
Í Líbýu er Gaddafí í vörn vegna þess að uppreisnarmenn þar kölluðu eftir hjálp og fengu hana. Vinstri grænir eru á móti því að sú hjálp sé veitt. En það er sú hjálp vestrænna ríkja, sem hefur komið í veg fyrir að Gaddafí og menn hans geti drepið fólk, þegar það kemur frá bænahaldi.
Vinstri grænir eru á móti slíku framtaki
Í Sýrlandi er ástandið eins og Vinstri grænir vilja hafa það ef marka má orð þeirra og yfirlýsta stefnu. Þar eru engar vestrænar þjóðir að koma fólki til aðstoðar. Þar geta hermenn Assad byrjað dag hvern með því að drepa fólk.
Þannig mundi það líka vera í Líbýu ef Vinstri grænir fengju að ráða.
Eru þeir VG_menn alveg sannfærðir um að þeir hafi rétt fyrir sér?
Er sjálfsagt að einræðisstjórnir geti drepið fólk eins og þeim sýnist?
Þetta er sú siðferðilega spurning sem Vinstri grænir þurfa að svara.
Hvernig væri að Ögmundur Jónasson svaraði henni? Hann er mikill áhugamaður um siðferði í alþjóðamálum og hefur alltaf verið.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...