Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands og einn helsti fræðilegi talsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu, tók sæti á alþingi mánudaginn 6. júní sem varamaður Marðar Árnasonar, Samfylkingu. Baldur komst strax í fréttir fyrir að flytja tillögu um að alþingi sæi til þess að í landinu yrðu aðeins tveir háskólar. Þá er vitnað í jómfrúrræðu hans þar sem þau orð féllu að í það stefndi að hér á landi yrðu fleiri háskólarektorar en leikskólastjórar.
Allt frá því að alþingi samþykkti lög á síðari hluta tíunda áratugarins um réttarstöðu einkarekinna háskóla hefur verið kurr vegna þessa meðal starfsmanna við Háskóla Íslands. Þeir hafa fundið þessari ráðstöfun og fjölgun háskóla margt til foráttu. Fyrsta verk prófessors úr skólanum við komu sína á alþingi er að leggja fram tillögu um að háskólum skuli fækkað. Þetta gerir hann að sjálfsögðu í trausti þess að Háskóli Íslands lifi áfram en aðrir skólar hverfi úr sögunni.
Ef þingmaður utan af landi hefði sest á þing og strax á fyrsta degi lagt fram tillögu um að nágrannabyggð yrði lögð undir aðra er líklegt að stjórnmálafræðingar við Háskóla Íslands létu í sér heyra til að hneykslast á kjördæmapoti og sérhagsmunagæslu. Eins og kunnugt er á slíkt aldrei við um neinn sem kemur úr 101 og hvað þá heldur málsvara aðildar Íslands að ESB. Er ekki einmitt til hennar stofnað til að berjast á móti sérhagsmunaöflunum?
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, er að sjálfsögðu andvígur öllum sérhagsmunum og gæslu þeirra. Hann er einnig eindreginn talsmaður aðildar Íslands að ESB. Nú hefur verið upplýst á alþingi að Íbúðarlánasjóður hafi greitt tugi milljarða króna til að fá Evrópuráðgjöf frá Árna Páli þegar hann sinnti lögmannsstörfum. Í frétt Morgunblaðsins um málið 7. júní segir, að alls hafi Íbúðarlánasjóður greitt fyrirtæki Árna Páls, Evrópuráðgjöf, og honum sjálfum tæpar 39 milljónir króna á árunum 2004 til 2008.
Í pottinum velta menn fyrir sér hvers vegna Íbúðarlánasjóður hafi þurft að verja svona miklu fé til að átta sig á þróun mála innan Evrópusambandsins. Hvað var það á verkefnasviði sjóðsins sem kallaði á þessa ráðgjöf? Voru menn menn áform um að taka þátt í fasteignabólunni á Írlandi? Eða annars staðar í Evrópu?
Þegar rætt er um sérhagsmuni á vegum Samfylkingarinnar hefur verið talið að vísað væri til hagsmunagæslu einstakra atvinnugreina eða byggðarlaga. Nú sést að innan Samfylkingarinnar lýtur þessi gæsla að miklu þrengri hagsmunum, það er þeirra sem sitja á þingi eða ráðherrastólum fyrir hana.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...