Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Er ekki kominn tími á að Þorsteinn og Þorgerður Katrín láti til sín heyra?


23. júlí 2011 klukkan 07:53
Þorsteinn Pálsson

Eins og við mátti búast byrjaði ánægja fjármálamarkaða með niðurstöður leiðtogafundar evruríkjanna í Brussel í fyrradag að dvína, þegar líða tók á daginn. Ástæðan er augljós. Skuldavandi allmargra evruríkja er enn til staðar. Hann hverfur ekki og heldur ekki sá innbyggði veikleiki, sem er í hinu sameiginlega gjaldmiðilskerfi. Þess vegna stefna Þjóðverjar og Frakkar að því að sameina á einum stað stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála í aðildarríkjum evrunnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Sjálfsagt hefur það engin áhrif á Samfylkinguna. Þar er að finna fólk, sem telur það bezt fyrir Ísland að fela öðrum stjórn okkar mála. Össur Skarphéðinsson er ekki endilega í þeim hópi. Hann gæti tekið upp óvænta takta en það á eftir að koma í ljós.

Hitt hlýtur að vera að þessi þróun sé ekki að skapi Þorsteins Pálssonar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og annarra sjálfstæðismanna, sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og lýst stuðningi við aðild Íslands að ESB og evrunni. Og hið sama hlýtur að eiga við um þann hóp í viðskiptalífi landsmanna, sem fer að vísu minnkandi, sem hefur af viðskiptalegum ástæðum verið hlynntur aðild að ESB.

Er ekki kominn timi til að þau Þorsteinn og Þorgerður Katrín láti til sín heyra um aðildarumsókn Íslands í ljósi þróunar mála innan ESB og á evrusvæðinu? Varla eru þau stuðningsmenn þess, að Þjóðverjar og Frakkar taki að sér fjárlagagerð á Íslandi og stjórn efnahagsmála okkar?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS