Miđvikudagurinn 21. apríl 2021

Heimir Már tekur ađ sér ađ bćta ímyndina á Iceland Express


29. júlí 2011 klukkan 18:17

Iceland Express hefur átt undir högg ađ sćkja í almennum umrćđum og fréttum undanfariđ vegna margra frásagna af seinkunum og lélegri ţjónustu viđ farţega sem verđa fyrir óţćgindum vegna ţeirra. Fréttastofa RÚV flutti til dćmis margar frásagnir af ţví ţegar Iceland Express farţegum í Paris var skipađ ađ deila fjögurra manna hótelherbergjum međ ókunnugum. Á heimleiđ fékk fólkiđ hvorki vott né ţurrt. Ţá var óljóst hvort flugvél félagsins hefđi tafist í París af ţví ađ hún fullnćgđi ekki frönskum öryggiskröfum eđa hvort flugstjórinn hefđi taliđ hana bilađa og ţarfnast viđgerđar.

Eftir ţessar hremmingar bárust fréttir um ađ Heimir Már Pétursson, fréttamađur á Stöđ 2, hefđi sagt starfi sínu lausu og ráđist sem upplýsingafulltrúi hjá Iceland Express. Er síđasti starfsdagur hans á Stöđ 2 í dag, föstudaginn 29. júlí.

Iceland Express er í eigu eignarhaldsfélagsins Fengs. Iceland Express notar 148 sćta Boeing 737-700 vélar og 218 sćta Boeing 757-200 vélar. Vélarnar eru reknar af enska félaginu Astraeus.

Ađ baki eignarhaldsfélagsins Fengs er Pálmi Haraldsson sem einnig er kenndur viđ Fons. Hann sćtti sig ekki viđ hćkkun sem ţeir sem annast afgreiđslu flugvéla Iceland Express á Keflavíkurflugvelli bođuđu. Hann valdi frekar ţann kost ađ ráđa nýtt fyrirtćki til ađ annast ţessa ţjónustu. Um tíma var ţjónustan á ţann veg ađ ađeins tókst í 17% tilvika ađ koma flugvélum út á braut á réttum tíma. Frá ţví ađ Leifsstöđ kom til sögunnar áriđ 1987 hafa menn ekki kynnst svo lágu hlutfalli á sviđi ţessarar ţjónustu í einum mánuđi.

Vegna hinna neikvćđu frétta óttast stjórnendur Iceland Express ađ áhugi Íslendinga á ađ ferđast međ félaginu minnki. Hlutfall íslenskra farţega hjá Icelandair hefur aukist milli ára. Íslendingar eru ekki eđa ferđast meira en áđur svo ađ Icelandair er ađ ná farţegum frá Iceland Express sem leitast einnig viđ ađ bćta ímynd sína međ ţví ađ auglýsa sig sem litla ungann undir ofríki hins stóra. Íslenskir farţegar eru bestu viđskiptavinir flugfélaganna, borga hćsta verđ fyrir miđa, versla mest á barnum og kaupa mest af tollfrjálsum varningi.

Heimi Má Péturssyni er ćtlađ ađ bćta ímynd Iceland Express í viđleitni félagsins til ađ endurvinna traust međ íslenskra viđskiptavina. Ţar er honum taliđ til tekna ađ ţekkja vel til á ljósvakamiđlum ţví ađ fréttir ţeirra af töfum flugvéla eru oft mest sláandi ţegar rćtt er beint viđ reiđa farţega sem vita ekki sitt rjúkandi ráđ á fjarlćgum flugvöllum eđa komast ekki í langţráđ frí fyrr en eftir dúk og disk.

Fyrir utan mikla reynslu sem fréttamađur hefur Heimir Már einnig tengsl inn í hinn opinbera arm flugrekstrarins ţar sem hann starfađi á sínum tíma sem upplýsingafulltrúi flugmálastjórnar. Nú hefur Isavia ohf. tekiđ viđ opinber umsýslu međ rekstri flugvalla, ţar á međal Keflavíkurflugvallar. Ţađ vakti nokkra undrun ţeirra sem til ţekkja á vellinum ađ Isavia skyldi fallast á kröfu Pálma Haraldssonar um ađ hleypa nýjum og óreyndum ţjónustuađila inn á vallarsvćđiđ. Ţótti nokkurt nýnćmi ađ slakađ vćri á slíkum kröfum á flugvellinum.

Ţegar RÚV vitnađi í franskt blađ um ađ frönsk yfirvöld hefđu gert athugasemd viđ flugvél Iceland Express var ljóst ađ samskipti félagsins viđ flugmálayfirvöld í Frakklandi voru ekki sem skyldi. Nú er spurning hvort samskipti Iceland Express viđ íslensk flugmálayfirvöld séu ađ taka á sig nýja mynd og innan Isavia átti menn sig á ţví ađ meira sé í húfi en hróđur Iceland Express ţegar rćtt er um stundvísi flugvéla viđ Leifsstöđ.

Heimir Már Pétursson er gjörkunnugur opinberri stjórnsýslu á sviđi flugrekstrar. Hlutverk hans verđur ekki síđur ađ tala máli Iceland Expess gagnvart stjórnvöldum en almenningi.

Góđur upplýsingafulltrúi er gulls ígildi, spurning er hvort sú kenning sannast enn á ný eftir ađ Heimir Már tekur ađ sér ađ bćta ímynd Iceland Express og Pálma Haraldssonar. Ađ lokum rćđur ţó úrslitum ađ ţjónusta fyrirtćkis sé í samrćmi viđ kröfur viđskiptavina, enginn spuni kemur í stađ ţess.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk viđ kröfuhafa á svig viđ neyđarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Ţorsteinsson afhenti í Alţingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áđur hafđi Víglundur skrifađ Einari K. Guđfinnssyni forseta Alţingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alţingis, Hr. formađur Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS