Sl. laugardag er talið að allt að 300 þúsund manns hafi gengið um götur Ísrael til þess að mótmæla versnandi lífskjörum þar í landi, háu verðlagi og samþjöppun í viðskiptalífi, þar sem í mesta lagi 10 viðskiptasamsteypur ráða nánast öllu viðskiptalífi landsins þar á meðal helztu fjölmiðlum.
Við þekkjum svona aðgerðir frá götum Reykjavíkur frá því í janúar 2009 og frá októberbyrjun 2010, þegar almenningur mótmælti dugleysi ríkisstjórnar. Fólki er stundum nóg boðið.
Það er margt í umhverfi okkar, sem veldur því að fólki hér á Íslandi er nóg boðið. Evrópuvaktin vakti athygli á skrýtnum 10 aura mun á lítraverði á benzini hjá lágverðs benzínstöðvum fyrir skömmu. Daginn eftir hvarf sá 10 aura munur á milli tveggja af þremur benzínsölum.
Í gær hafði vegfarandi orð á því, að hann hefði furðað sig á verði á hálfum lítra af Egils Kristal vatnsflösku í verzlun N1 á Ártúnshöfða. Þessi flaska kostaði 229 krónur. Sami vegfarandi kvaðst hafa keypt tvo lítra af sama vatni skömmu áður í Krónunni fyrir 198 krónur.
Nú er alkunn sú röksemd seljanda, að verð sé hærra í verzlunum, sem hafa lengur opið en aðrar og þar af leiðandi aukinn kostnaður vegna betri þjónustu. Við nánari athugun kom i ljós að Krónan selur hálfan lítra af þessu vatni á 117 krónur.
Það er nú kannski ósanngjarnt að bera saman verð í Krónunni og hjá N1. En þá kom í lós, að Nóatún selur hálfan lítra af þessu vatni á 148 krónur. Og Nóatúnsverzlanir eru opnar allan sólarhringinn.
Er skýringin á verðmun á einni slíkri flösku á milli N1 og Nóatúns-verðmunurinn er 81 króna - sú, að N1 hafi opið lengur en Nóatún? Er hægt að hafa opið lengur en allan sólarhringinn?!!
Það hefur lengi verið hægt að bjóða neytendum á Íslandi upp á ýmislegt vegna þess að við búum á eyju. Alveg eins og það var hægt að bjóða íbúum og ferðamönnum á þremur grískum eyjum upp á okurverð á benzíni, af því að þeir komust ekkert annað til að kaupa benzín. Grísk stjórnvöld gripu til þess ráðs að setja hámarksverð á benzín á eyjunum, eins og sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni.
Fyrirtæki, sem vilja láta taka sig alvarlega eiga ekki að láta standa sig að svona verðlagningu. Þau fá ella það orð á sig að þau reki okursjoppur.
Og þá er kannski stutt í að Íslendingum verði nóg boðið og að þeir fjölmenni út á götur til þess að mótmæla viðskiptaháttum, sem engin rök eru fyrir.
Neytendur eiga nefnilega val. Þeir geta hætt að eiga viðskipti við okursjoppur.
+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingishúsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...