Öllu friðsömu fólki blöskrar að þingmenn geti ekki gengið milli þinghúss og Dómkirkju án þess að verða fyrir árásum fólks á Austurvelli. Enginn málstaður styrkist við að ráðist sé á friðsama borgara, lífi og limum þeirra sé ógnað, í þágu hans.
Við slíkar aðstæður á að leita leiða til að draga úr spennu og leggja áherslu á rökræður og tækifæri manna til að koma skoðunum sínum á framfæri. Þessum tækifærum fólks til að ræða við forráðamenn þjóðarinnar fækkar sífellt. Í nýjasta tölublaði vikublaðsins Reykjavík er sagt frá því að ráðherrar hafi ekki lengur fasta viðtalstíma fyrir almenning og borgarstjórinn í Reykjavík taki á móti „borgarbúum á reglulegum tímum, alltaf á miðvikudögum“, hver viðmælandi fái 15 mínútur, viðtölum sé ekki „úthlutað vegna sömu erinda með skömmu millibili“ er þetta sagt gert til að „tryggja jafnræði“. Þá segir í blaðinu að borgarstjóri veiti almennum borgarbúum „fjögur til sjö viðtöl á viku á bókuðum viðtalstíma“. Frá áramótum hafi Jón Gnarr tekið á „171 einstaklingi í slíkum viðtölum“ og stundum hitti hann „fleiri en einn einstakling í hverju viðtali“.
Þeir sem þekkja til þess hvernig ráðherrar og borgarstjórar fyrri tíma ræddu við tugi manna á einum morgni áður fyrr og miðluðu sjónarmiðum eða tilmælum inn í hið opinbera stjórnkerfi til úrvinnslu eða athugana hljóta að undrast að nú hafi í raun verið skrúfað fyrir þessi opnu, beinu samskipti ráðamanna við umbjóðendur þeirra. Vissulega má benda á að tölvusamskipti séu nú helsta boðleið milli manna en af því sem segir í vikublaðinu Reykjavík má ætla að fáir ráðamenn eigi þau milliliðalaus við almenning.
Ný stjórnarráðslög gera ráð fyrir stórfjölgun pólitískra aðstoðarmanna og hjálparkokka af ýmsu tagi innan stjórnarráðsins. Sú breyting er í anda þess að ráðherrar séu umkringdir hirð manna sem tali við almenning fyrir þeirra hönd. Að þetta skuli gerast í tíð þeirrar stjórnar sem telur sig meiri fulltrúa fólksins en stjórnir undanfarinna tveggja áratuga sýnir ekki tvískinnung stjórnarherrana.
Ekki tekur betra við þegar kemur að alþingi. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, segir „óviðunandi hvernig farið var með þinghúsið á laugardag [1. október]“ og því komi til álita að breyta tilhögun þingsetningar, það er koma í veg fyrir að þingmenn fari þá undir bert loft.
Það er tímanna tákn að forseti þingsins segir að við breytingu á aðferð við þingsetningu sé tekið mið af hinu gamla þinghúsi frá 1881 á þann veg reynir hún að komast hjá því að ræða undirrót vandans, það er skortinn á eðlilegum samtölum milli stjórnarherranna og þeirra sem eiga að sætta sig við forystu þeirra.
Nei, það er þinghúsið sem þarf að passa! „Það er óviðunandi að menn ráðist að gömlu dýrmætu húsi sem er okkar þjóðareign og ég hef beðið fólk um að hlífa þessari sameign okkar því við viljum auðvitað skila húsinu til komandi kynslóða.“ sagði Ásta Ragnheiður í RÚV 3. október. Orðræða af þessu tagi er einkennandi fyrir stjórnarherrana, hún hitti engan annan fyrir en þá sjálfa. Ekkert breytist til batnaðar þótt þeir fari aldrei undir bert loft eða ræði aldrei beint við umbjóðendur sína.
Forseti Alþingis veit að ekki þjónar neinum tilgangi fyrir hana að mælast til þess við almenning að hann hlífi þingmönnum. Álitið á þeim hefur aldrei verið minna. Þá er bara gripið til þess ráðs að biðja þinghúsinu griða! Skyldi nokkur þingforseti hafa komist á lægra stig til varnar þingmönnum?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...