Ŝtefan Füle, stækkunarstjóri ESB, kom óvænt í heimsókn til Íslands miðvikudaginn 19.október. Ég hafði verið skráður í viðtal hjá Füle fyrir viku en á síðustu stundu var fallið frá því að veita viðtalið vegna þess að stækkunarstjórinn yrði á ferðalagi. Sama dag birtist hins vegar grein eftir hann í Morgunblaðinu þar sem hann lýsti ánægju með viðræðurnar við Ísland og taldi þar allt í réttum farvegi.
Í gær hitti ég fulltrúa í stækkunarskrifstofunni á fundi og ræddi við þá í klukkustund. Þar var meðal annars rætt um hvað fyrir ESB vekti á Íslandi með því að koma á laggirnar upplýsingaskrifstofu og hvenær hún yrði opnuð. Svarið var að það yrði gert fyrir áramót en ekki minnst einu orði á að sjálfur Füle væri á leið til Íslands. Tilgangurinn væri að upplýsa Íslendinga um ágæti ESB. Sambandið gripi gjarnan til slíkra aðgerða þegar mikið væri í húfi eins og þegar Írar höfðu sagt nei við Lissabon-sáttmálanum eða Hollendingar. Teldi ESB hallað réttu máli um sig gripi það auðvitað til aðgerða til að rétta hlut sinn.
Eins og kunnugt er hefur ESB lagt áherslu á gegnsæja og upplýsta umræðu. Eitt er víst að það á ekki við þegar Füle á í hlut, samskipti hans við Íslendinga eða upplýsingar um ferðir hans. Á þetta bæði við um fastanefnd Íslands gagnvart ESB og stækkunardeild ESB sjálfa.
Þögnin um heimsókn Füles til Íslands, þar til hann er lentur, kann að stafa af umhyggju fyrir öryggi hans, Að það kynni að hafa varpað skugga á komu hans ef vitað hefði verið um hana fyrirfram og einhverjir hefðu ákveðið að láta í ljós óánægju með komu hans.
Eitt er víst að forráðamenn Samfylkingarinnar eru ekki óánægðir með Füle og samstarfsmenn hans því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir í tilkynningu eftir að hún hitti Füle síðdegis miðvikudaginn 19. október:
„Við erum ánægð með að viðræðuferli Íslands vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu hefur gengið með ágætum. Stækkunarskrifstofa framkvæmdastjórnarinnar er mikilvægur og traustur samstarfsaðili, bæði aðildarríkjanna og Íslands í því að skipuleggja ferlið og viðræðurnar. Við höfum rætt um frekari skref í ferlinu og sjáum fram á góða samvinnu við opnun stærri kafla sem færa nýjar áskoranir, og finna gagnlegar lausnir sem henta báðum aðilum.“
Textinn vekur athygli vegna þeirrar undirgefni sem gætir í honum gagnvart Füle og samstarfsmönnum hans. Það skyldi enginn sem les þennan texta ætla að um sé að ræða viðmælanda um brýna hagsmuni þjóðarinnar. Þvert á móti er þarna um diplómatíska ástarjátningu að ráða þar sem viðmælandinn er knúsaður og honum þökkum vinsemdin. Hún felst meðal annars í því eins og ég hef lýst annars staðar hér á síðunni að teygja og toga reglur ESB á þann hátt að þær falli að þeim feluleik að ekki sé um neina aðlögun að ræða.
Því má velta fyrir sér hvort Füle hafi sett það sem skilyrði fyrir komu sinni til Íslands að ekki yrði sagt frá ferð hans fyrr en hann yrði lentur og að Jóhanna Sigurðardóttir knúsaði hann fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Það eitt að Jóhanna lét svo lítið að hitta hann verður fært í skýrslur erlendra sendimanna í Reykjavík – hún hefur ekki einu sinni hitt þá alla!
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...