Þótt ekki fari hátt er ljóst að formannsslagur er framundan í Samfylkingunni. Árni Páll Árnason varð á einni nóttu alvöru formannsefni, eftir að Jóhanna rak hann úr ríkisstjórn. Eftirmál gengislánadóms Hæstaréttar hafa hins vegar veikt stöðu hans.Sumir telja hana vonlausa af þeim sökum en það er sjálfsagt of mikið sagt. Veikari staða Árna Páls er hins vegar líkleg til að styrkja stöðu Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa, en þó verður að teljast ólíklegt að hann nái sér verulega á strik. Hópurinn í kringum Jóhönnu mun reyna að halda Guðbjarti Hannessyni fram en það verður erfitt.
Eru aðrir frambjóðendur á ferð? Innan Samfylkingar hafa heyrzt raddir um að eftirsóknarvert gæti verið að leita eftir frambærilegri konu utan þingflokks og þrengstu flokksraða. Í þeim vangaveltum hafa sumir staðnæmst við nafn vinsællar sjónvarpskonu, Þóru Arnórsdóttur.
Framganga hennar í sjónvarpi sýnir að þar er á ferð ung kona, sem setur sig vel inn í mál, sem hún fjallar um og setur spurningar fram við viðmælendur sína með skýrum og skiljanlegum hætti.
Ekki skaðar að hún á sér djúpar rætur í sögu jafnaðarmannahreyfingarinnar á Íslandi- sonardóttir Hannibals Valdemarssonar.
Það væri þá ekki í fyrsta sinn, sem stjórnmálaflokkur leitaði liðsstyrks í raðir sjónvarpsmanna.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...