Hér á síðunni birtist frétt um ferð ESB-mannaa á vegum Evrópustofu til Akureyrar 29. febúar. Augljóst er af fréttinni að erindið var ekki að miðla hlutlægum upplýsingum um Evrópusambandið heldur skapa umræður með það fyrir augum að vinna hugmyndinni um aðild Íslands að ESB fylgi. Eins og fram kemur í fréttinni sagði Valþór Hlöðversson, forstjóri Athygli, innlends verktaka stækkunardeildar ESB hér á landi 11. ágúst 2011 að vildi ESB reka áróður fyrir aðild hér á landi væri það hlutverk sendiráðs ESB á Íslandi. Fyrir hópnum á vegum Evrópustofu í heimsókninni til Akureyrar var einmitt Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi.
Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, segir frá framgöngu ESB-sendiherrans á Akureyrarfundinum. Sagði Summa að umræða um ESB hér á landið hefði verið „léttvæg og grunnfærin og ekki á nokkurn hátt sambærileg við þá umræðu og útgáfustarfsemi, sem farið hefði fram á Norðurlöndum“. Í tilefni af þessum orðum sendiherra ESB segir Tómas Ingi: „ Auðvitað er sjálfsöryggi góður eiginleiki, en drýldni er það ekki, hvort sem hún er persónulegt framlag eða stunduð í nafni Evrópusambandsins. Þegar fulltrúar ESB tala af slíkri sjálfumgleði, þurfa þeir helst að varast að falla umsvifalaust í fyrstu gildruna sem gín við þeim, ekki síst ef þeir grafa hana sjálfir.“
Timo Summa og félagar létu ekki við það eitt sitja að tala á opinberum fundi undir merkjum Evrópustofu á Akureyri heldur gengu þeir fram eins og frambjóðendur og heimsóttu fyrirtæki og stofnanir til að boða ESB-erindið.
Í stuttu máli bendir ESB-sendiherrann viðmælendum sínum á að aðild Íslands að ESB sé óhjákvæmileg staðreynd, pólitískt náttúrulögmál eins og að skattar eru lagðir á borgara hvers ríkis. Þess vegna sé betra að spila með aðild en á móti og taka þátt í viðræðum í von um að hafa áhrif í stað þess að sitja hjá eða snúast gegn. Það komi enginn í veg fyrir álagningu eða hækkun skatta með því að halda sér til hlés, eins sé fráleitt að verða ekki þátttakandi í ESB-aðildarferlinu á einn eða annan hátt. Þessum orðum beinir Timo Summa einkum gegn forystumönnum bænda sem hafa í nafni umbjóðenda sinna mótað varnarlínur og krefjast þess að þær séu virtar. Að mati ESB ber þetta einfaldlega vott um óvild og gegn henni ræðst sendiherra ESB þegar hann ræðir málið á fundum í fyrirtækjum eða samtökum fjarri frá fjölmiðlamönnum.
Meðal forystumanna bænda vekja fréttir af þessari framgöngu ESB-sendiherrans reiði Mönnum finnst nóg um að sendiherrann fari hús úr húsi og rægi hagsmunasamtök bænda og segir skoðanir bænda allt aðrar en þær eru með vísan í eigin samtöl hans við einstaka bændur. Þetta sé fullkomlega óþolandi og ólíðandi framkoma af hálfu sendiherra erlends ríkjabandalags.
Þeir sem verða fyrir áreiti af þessu tagi frá sendiherra ESB á Íslandi vita að ekki þýðir að snúa sér með aðfinnslur til íslenska utanríkisráðuneytisins. Þar á bæ sitji menn og standi eins og falli að hagsmunum ESB auk þess sem ráðuneytið hafi lagt blessun sína yfir þessa aðferð ESB við að koma ár sinni betur fyrir borð hér á landi.
Fyrir þingkosningar 2009 lét Percy Westerlund, forveri Summa í sendiherraembætti ESB gagnvart Íslandi, að sér kveða til að andmæla hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þar var um greinileg afskipti af íslenskum innanríkismálum að ræða á viðkvæmu stigi kosningabaráttunnar. Í stað þess að andmæla þessari ósæmilegu íhlutun í íslensk innanlandsmál, lét Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sér afskipti senduherrans í léttu rúmi liggja ef hann ekki beinlínis fagnaði þeim.
Í skjóli þess fordæmis og starfsemi Evrópustofu með vitund og vilja utanríkisráðuneytisins munu fulltrúar stækkunardeildar ESB halda áfram að færa sig upp á skaftið með beinum áróðri á íslenskum heimavelli.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...