Brezk þingnefnd hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að Ástralíumaður að nafni Rupert Murdoch sé óhæfur til að stjórna alþjóðlegu fyrirtæki. Að vísu varð ekki samstaða um þessa niðurstöðu í nefndinni. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins voru andvígir þessum tiltekna þætti í skýrslu nefndarinnar.
Þetta er óneitanlega athyglisverð niðurstaða. Ungur að árum tók Rupert Murdoch í arf lítið bæjarblað í Ástralíu. Hann breytti því litla blaði í alþjóðlegt fjölmiðlaveldi, hið mesta, sem byggt hefur verið upp á okkar dögum. Er sá sem það gerir óhæfur til að stjórna fyrirtæki, sem hann hefur sjálfur byggt upp?!
Það er svo annað mál, hvernig Murdoch hefur farið með það vald, sem hann hefur náð í sínar hendur. En hverjir afhentu honum það vald?
Þegar Murdoch keypti Times í London fyrir nokkrum áratugum fór af honum misjafnt orð sem blaðaútgefanda. Hann varð að gefa bindandi loforð um alls konar hluti áður en stjórnvöld samþykktu að hann keypti blaðið. Um leið og blaðið var komið í hans hendur fór hann að brjóta loforðin. Harold Evans, ritstjóri Times, sem hrökklaðist úr starfi rakti þetta ítarlega í bók. Ekkert stjórnvald í Bretladi hreyfði athugasemdum.
Frá þessum tíma hefur Murdoch farið sínu fram og forystumenn bæði Verkamannaflokks og Íhaldsflokks staðið í harðri samkeppni um að njóta náðar hans. Það er engin spurning hver vann þá keppni. Það var Tony Blair, þá leiðtogi Verkamannaflokksins.
Það hlýtur að vera áleitin spurning fyrir Breta, hvort ekki sé jafn mikið tilefni tl að rannsaka starfshætti þeirra stjórnmálamanna, sem létu Murdoch komast upp með hvað sem var eins og hann sjálfan.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...