Breki Logason skrifar á vefsíðuna visir.is 17. maí að af 42 fundum í efnahags- og viðskiptanefnd alþingis á árinu 2012 hafi varaformaður nefndarinnar, Þráinn Bertelsson, þingmaður vinstri grænna (VG), aðeins sótt fjóra. Hann hafi síðast setið fund í nefndinni 18. janúar fyrir réttum fjórum mánuðum. Þá hafi Þráinn sjö sinnum beðið varamann að sitja fundi nefndarinnar fyrir sig.
Á visir.is segir að í 3. grein laga um þingfararkaup sé mælt fyrir um að fyrsti varaformaður fastanefndar fái 10% álag á þingfararkaup. Visir.is náði ekki í Þráin við vinnslu fréttar sinnar. Af fréttinni má ráða að áform hafi verið um að VG setti annan fulltrúa í nefndina.
Björn Valur Gíslason, hinn hneykslunargjarni þingmaður VG, er þingflokksformaður. Hann hefur sem slíkur aga- og eftirlitsvald gagnvart þingmönnum VG vegna starfa þeirra innan veggja þingsins. Björn Valur liggur ekki á stóryrðum í garð forystumanna annarra flokka mislíki honum hvernig þeir haga störfum sínum á þingi. Hvort hann hafi leitast við að halda þingskyldum að Þráni Bertelssyni kemur ekki fram á visir.is.
Þingsköpum hefur verið breytt undir forystu Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta alþingis. Meginbreyting fólst í fækkun þingnefnda til að auðvelda þingmönnum að sækja nefndarfundi og auka mikilvægi nefnda í störfum þingsins. Hvort Þráinn Bertelsson var andvígur þessari breytingu kemur ekki fram í fréttinni á visir.is. Augljóst er hins vegar af því sem í fréttinni segir að fækkun nefnda hefur ekki auðveldað Þráni að sinna nefndarskyldu sinni.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...