Á mbl.is er sagt frá því að kvöldi miðvikudags 30. maí að meirihluti atvinnuveganefndar alþingis hefði að ljúka umræðu um veiðigjaldafrumvarpið og vísa því til annarrar umræðu í þinginu. Lagðar væru til óverulegar breytingar á frumvarpinu. Björn Valur Gíslason, framsögumaður málsins, segði breytingarnar að mestu tæknilegar.
Björn Valur setti þó þann fyrirvara að málið væri enn til umræðu í nefndinni og gæti enn breyst. Hann segði tíma kominn til að þingið ræddi málið að nýju, en þar opnaðist það fyrir samfélaginu öllu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í nefndinni voru ekki ánægðir með vinnubrögðin. „Það kom í ljós að öll sú vinna sem hefur farið í þetta mál í nefndinni, öll vinna umsagnaraðila og þess fólks sem kom til fundar með nefndinni, var til einskis,“ sagði Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar meirihlutans væru með vinnubrögðum sínum að vanvirða það fólk sem haft hefði fyrir því að leggja vel rökstudd álit fyrir nefndina.
Enginn hefur æst sig meira yfir því að mál séu rædd í þingsalnum en Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG. Hann hefur farið hamförum á vefsíðu sinni og í fjölmiðlum með skömmum og svívirðingum í garð þingmanna stjórnarandstöðunnar fyrir að leyfa sér að ræða mál í þaul fyrir opnum tjöldum.
Hvað gerist nú samkvæmt frétt mbl.is? Hinn sami Björn Valur tekur hálkarað mál úr þingnefnd af því að hann vill að málið sé rætt fyrir opnum tjöldum í þingsalnum en þar „opnist það fyrir samfélaginu öllu“.
Er Björn Valur orðinn málþófsmaður samkvæmt eigin skilgreiningu? Eða er hann einfaldlega farinn á taugum undan álaginu af því að standa í skítverkunum fyrir Steingrím J.? Vill hann opna þjóðinni sýn inn í vandræðin á stjórnarheimilinu í von um að létta af sér þrýstingi?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...