„Leynd hvílir yfir lista með nöfnum þeirra sveitarstjórnarmanna sem þáðu boð Evrópusambandsins um ferð til Brussel fyrr í mánuðinum;“ segir á dv.is mánudaginn 25. júní.
Um er að ræða kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins sem fóru til Brussel í því skyni að kynnast ESB „og hvaða áhrif aðildarviðræðurnar og hugsanleg aðild að sambandinu hefði á sveitarstjórnarstigið hér á landi“ segir dv.is. Þar kemur einnig fram að sendiráð ESB hér á landi neiti að leggja fram lista yfir nöfn þeirra sveitarstjórnarmanna sem fóru í Brussel-ferðina. „Hér á landi ríkir trúnaður um gögn á borð við nafnalistann og er því ekki hægt að afhenda hann, þar sem um persónulegar upplýsingar er að ræða. Slíkar upplýsingar séu aldrei afhentar þriðja aðila,“ segir þar.
Samband íslenskra sveitafélaga kynnti félagsmönnum sínum þessa ferð sem var farin 18. til 20. júní. Framkvæmdastjóri sambandsins segir hins vegar við dv.is að hann og starfsmenn hans hafi ekki haft neina „aðkomu að skipulagi ferðarinnar“.
Í auglýsingu um ferðina er boðin gisting á fjögurra stjörnu hóteli. Dagpeningar í evrum voru afhentir „í umslagi, eins og venjan er hjá Evrópusambandinu þegar dagpeningar eru greiddir út til aðila sem ekki starfa sjálfir fyrir sambandið,“ segir DV og að önnur sambærileg ferð sé á dagskrá í haust en ekki sé vitað hverjum þá verði boðið.
Almennt ráða menn því boð hverja þeir þiggja. Þegar um kjörna fulltrúa er að ræða ber hins vegar að gæta ákveðinna regla. Nokkur hvellur varð yfir því á dögunum þegar borgarfulltrúi í Reykjavík þáði boðsferð í fyrstu ferð flugfélags. Þá komust siðvæðingarflokkarnir, Besti flokkurinn og Samfylkingin, að þeirri niðurstöðu að borgarfulltrúinn hefði ekki verið í vinnunni.
Þótt ESB-sendiráðið telji íslensk lög hindra að það skýri frá nöfnum gesta sinna (sendiráðið telur Vínarsamninginn ekki hindra áróðurstarfsemi sendiherra ESB hér á landi) gildir annað um Samband ísl. sveitarfélaga, sveitarstjórnir og sveitarstjórnarmennina sjálfa. Einfaldasta leiðin fyrir Samband ísl. sveitarfélaga væri að tilkynna félagsmönnum sínum að nöfn þátttakenda í ESB-ferðum verði birt þá gæti ESB-sendiráðið afhent DV eða öðrum nafnalistann.
Séu sveitarstjórnarmenn utan vinnutíma þegar þeir þiggja boð í skemmtiflug til útlanda gildir það ekki þegar þeir ferðast í hinum alvarlega tilgangi að kynna sér áhrif hugsanlegrar ESB-aðildar á sveitarstjórnarstigið. Til ferðarinnar er stofnað til að móta skoðanir þeirra, ESB er að afla sér stuðningsmanna að fyrirmælum stækkunardeildar sambandsins.
Geri allar siðareglurnar sem samþykktar hafa verið undanfarið ekki ráð fyrir því að kjörnir fulltrúar upplýsi umbjóðendur sína um þátttöku í innrætingarferðum ESB er stærri glufa í þeim en ætla hefði mátt að óreyndu.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...