Íslenska ríkisstjórnin vinnur að því að koma Íslandi inn í ESB. Íslenska ríkið heldur úti fréttastofu sem styður ríkisstjórnina í ESB-málum.
Fimmtudaginn 28. júní hófst leiðtogafundur ESB-ríkjanna þar sem rætt var um evruna og leiðir henni og evru-ríkjunum til bjargar. Af 27 ESB-ríkjum eru 17 með evru. Leiðtogarnir 27 ræddu um 120 milljarða vaxtar-samning sem ná skyldi til ríkja þeirra allra og ættu fjármunir að renna til mannvirkjagerðar og annars sem kynni að draga úr atvinnuleysi. Þá sagði Mario Monti, forsætisráðherra Ítala, að hann mundi ekki standa að þessum 120 milljarða samningi nema gerðar yrðu ráðstafanir til að ítalska ríkið fengi lægri vexti á fjármálamörkuðum. Kallaður var saman skyndifundur evru-leiðtoganna 17 og þar var samþykkt hjáleið við björgun á spænskum og ítölskum bönkum, ríkisstjórnir landanna þyrftu ekki að ábyrgjast lánin og því mundu ríkisskuldir ekki hækka. Loks var ákveðið að koma á sameiginlegu bankaeftirliti undir stjórn Seðlabanka Evrópu. Monti féllst þá á að samþykkja vaxtar-samninginn.
Sjóðir sem þegar eru fyrir hendi: bráðabirgða-neyðarsjóður evrunnar EFSF og varanlegur björgunarsjóður evrunnar, ESM, munu veita lán til banka og kaupa ríkisskuldabréf. Ákvörðun um að sjóðirnir fái rýmra umboð til að láta að sér kveða tekur gildi 9. júlí 2012. Talið er að það kunni að dragast fram undir áramót að varanlegi evru-sjóðurinn hafi fjármuni til ráðstöfunar.
Fréttastofa íslenska ríkisins segir frá ákvörðunum ESB-leiðtoganna á þennan veg á ruv.is föstudaginn 29. júní:
„Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gærkvöldi að stofna björgunarsjóð fyrir banka evruríkjanna, upp á 120 milljarða evra. Með þessari aðgerð á þó ekki að auka skuldir ríkjanna sjálfra. Leiðtogarnir ræddu skuldavanda Evrópu á þrettán klukkustunda löngum fundi í Brussel.
Þá samþykktu þeir að setja á laggirnar sameiginlegt eftirlitskerfi fyrir evrusvæðið. Talið er að það gæti þó tekið allt að eitt ár að safna fé í sjóðinn en leiðtogarnir ætla að hefja vinnu við það níunda júlí. Um leið og fréttist af samkomulagi leiðtoganna tók evran að styrkjast gagnvart Bandaríkjadollar og jeni og hafa miklar hækkanir verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum í morgun.“
Þegar þessi texti er lesinn vakna spurningar um hvort ekki sé neitt gæðaeftirlit við gerð frétta áður en þær eru settar inn á ruv.is, þessi frétt var raunar einnig lesin í hádegisfréttum ríkisútvarpsins.
Spurning vaknar hvort einhver annar fundur um evruna hafi verið haldinn við Efstaleiti en í Brussel og þessi frásögn sé af Efstaleitis-fundinum.
Ríkisstjórn Íslands fylgir stefnu upplýstrar umræðu vegna ESB-aðildarinnar. Hún felst meðal annars í því að kynna samningsmarkmið í Brussel áður er þau eru rædd við þingmenn eða viðkomandi samningshóp. Frétti ríkisútvarpsins af því sem gerist á vettvangi ESB er í anda þessarar stefnu.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...